Þingmennirnir mættir til Þingvalla Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. október 2023 11:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stígur inn í rútu í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira