Taylor Swift aftur mætt og kærastinn í stuði í fimmta sigri Chiefs í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:01 Taylor Swift fagnar við hlið Brittany Mahomes í stúkunni á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos í nótt. Getty/Jamie Squire NFL-meistarar Kansas City Chiefs héldu sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í nótt þegar liðið vann 19-8 sigur á Denver Broncos á Arrowhead. Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023 NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira