Innlent

Þor­grímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni.
Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni.

Þor­grímur Þráins­son segir að það sé neyðar­á­stand í landinu. Líðan ung­menna, náms­árangur og mál­skilningur kalli á að­gerðir. Hann segir for­eldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. 

Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til­finningarnar báru Þor­grím þar ofur­liði þegar hann ræddi mál barna og ung­menna. Þar lýsir hann heim­sóknum sínum í skóla síðast­liðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skóla­stjóra.

„Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þor­grímur.

Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins

„Þetta kallar á neyðar­fund. Við erum að tala um að helmingur nem­enda í ung­linga­deildum telur geð­heilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, ná­kvæm­lega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“

Þor­grímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt sam­fé­lags­miðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að full­orðna fólkið sé einnig fjar­verandi.

„Ég finn til með for­eldrum í dag. Mig langar að leika mér sem for­eldri, mig langar að sinna mínum á­huga­málum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem for­eldri, ég bara viður­kenni það,“ segir Þor­grímur.

Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan stað­reyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í fram­tíðinni.

„Einn kennari sagði við mig í vetur: „For­eldrar nenna ekki lengur að vera for­eldrar.“ Þetta eru stór orð. Ein­hver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“

Af hverju eigum við svona auð­velt með að loka augunum fyrir vanda barna?

„Vegna þess að við finnum til sektar­kenndar. Ég held að lang­flestir for­eldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í al­vöru talað.“

Skildu ekki venju­leg ís­lensk orð

Þor­grímur segir í Bítinu að hann sjái gríðar­legan mun á líðan nem­enda og mál­færni þeirra í skólum þar sem far­síma­notkun sé bönnuð. Hann segir skóla­stjórn­endur lýsa því fyrir sér að for­eldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín.

„Krakkarnir þurfa at­hygli, þau þurfa mörk, þau þurfa sam­tal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matar­borðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er ó­beint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma að­eins for­eldra.“

Þor­grímur segir á­standið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að ís­lenskt sam­fé­lag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnar­firði um daginn.

„Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orða­forði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hug­mynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leik­menn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Af­gangur? Hvað meinarðu af­gangur? Ertu að tala um change-ið?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×