Innlent

Björgunar­sveitir standa í ströngu vegna veðursins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag.
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 

Í Vestmannaeyjum losnuðu þakplötur af húsum og binda þurfti niður ruslatunnur. Í Vogum á Vatnsleysuströnd losnaði þakkantur af húsi. 

Þá aðstoðaði björgunarsveitin í Búðardal fólk sem festi bíla sína og nú eru björgunarsveitir á leið inn á Fjallabak syðra að sækja fólk sem er fast í bíl vegna ófærðar. 

Veðrið á ekki að ganga að fullu niður fyrr en á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×