Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 10:47 Bjarni yfirgefur blaðamannafundinn í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi í morgun eftir að umboðsmaður birti álit sitt. Hann segir óvíst um framhaldið en vissulega hefði verið heppilegra hefði faðir hans ekki tekið þátt í útboðinu. Sjálfur væri hann með hreina samvisku. „Ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns Alþingis sem er sérstakur trúnaðarmaður þingsins. Þetta segi ég fullum fetum þó ég hafi á álitinu mínar skoðanir, röksemdum og hvernig komist er að niðurstöðu. Það ber að virða álitið,“ sagði Bjarni. „Og álitið er að mig hafi brostið hæfi í málinu. Þessa niðurstöðu hyggst ég virða og ég tel í ljósi þessara niðurstöðu að mér sé í reynt ókleyft að starfa áfram sem fjármálaráðherra við sölu ríkisins.“ Hefur rætt ákvörðunina við Katrínu Bjarni sagði mikilvægt að skapaður yrði friður um verkefni fjármálaráðuneytisins. Önnur verkefni, önnur en salan á Íslandsbanka, þyrftu sína athygli. „Það er af þessari ástæðu sem ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála-og efnahagsráðherra og ég hef þegar rætt þessa niðurstöðu mína við forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. Engar ákvarðanir teknar um næstu skref „Þessa niðurstöðu mun ég ræða í framhaldinu við samstarfsflokka og mína samstarfsmenn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum augljóslega að velta fyrir okkur hver næstu skref verða. Um það hafa engar ákvarðanir verið teknar á þessu stigi,“ sagði Bjarni. „En ég vil með þessari ákvörðun bregðast við því að mér er í reynd ókleyft að starfa hér áfram í þessu embætti. Ég vil skapa frið um verkefni ráðuneytisins og undirstrika með ákvörðun minni að völdum fylgir ábyrgð. Síðan vil ég sem formaður Sjálfstæðisflokksins senda út þau skýru skilaboð að við störfum af almannaheill af fullum heilindum og við berum virðingu fyrir þeim niðurstöðum sem stofnanir samfélagsins komast að jafnvel þó við séum ekki sammála niðurstöðunni.“ Brugðið en með hreina samvisku Bjarni hóf ræðu sína á að segja að sér væri brugðið við að lesa niðurstöðu umboðsmanns. Eins og kom fram taldi umboðsmaður Bjarna hafa skort hæfi við söluna á Íslandsbanka þar sem einkahlutafélag föður hans var meðal kaupenda. „Mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu og ég er miður mín eftir að hafa séð þá niðurstöðu að mér hafi brostið hæfi við mína ákvarðanatöku í síðassta útboði. Ég vil byrja á því að segja að ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“ Bjarni sagði að sér fyndist margt orka tvímælis í áliti umboðsmanns. Margt sem þar segir sé í beinni andstöðu við þær ráðleggingar sem hann hafi fengið sem ráðherra, í sérstökum lögfræðiálitum sem hafi verið unnin um þetta efni. Fjármálaráðuneytið muni deila gögnum um málið á vef sínum. Bjarni sagðist vera með hreina samvisku.Vísir/Vilhelm Lítil þúfa „Það er oft sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila. Í þessum tveimur útboðum hafa alls um 24 þúsund aðilar komið að þátttöku með þeim hætti að kaupa hlutabréf í bankanum,“ sagði Bjarni. „Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar í þessu máli um þátttöku þessa félags. Það er ekki dregið í efa í áliti umboðsmanns að sú hafi verið í raunin. Það er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að þær upplýsingar hafi legið fyrir hér í ráðuneytinu og því hafði ég aldrei neina ástæðu til að ganga á eftir því hvort reyna myndi sérstaklega á hæfi mitt í málinu.“ Ógerningur að fylgjast með vanhæfi Bjarni segir að þar sem hann hafi ekki haft upplýsingar um þetta mál komi það honum mjög á óvart að niðurstaða umboðsmanns sé sú að honum hafi brostið hæfi. „Þetta á ekki síst við í ljósi þess hvernig sölumeðferð var háttað en öll framkvæmd sölunnar var lögum samkvæmt í höndum Bankasýslu ríkisins og salan fór fram með útboðsferli þar sem að mínu mati var ógerningur fyrir ráðherra að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni.“ Samantekt á áliti umboðsmanns Hæfi, undirbúningur og ábyrgð við sölu á Íslandsbanka Í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í áliti hans 5. október 2023. Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins. Þá geti það heldur ekki ráðið úrslitum þótt hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á afstöðu ráðherra væri minni en ella sökum þess hvernig sölumeðferðinni var háttað, þáttur félagsins í heildarsölunni óverulegur og ganga verði út frá því að það hafi setið við sama borð og sambærilegir bjóðendur þegar Bankasýslan tók afstöðu til einstakra tilboða. Umboðsmaður telur sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á þá staðhæfingu ráðherra að óraunhæft hefði verið að skoða tengsl hans við einstaka bjóðendur með hliðsjón af því hvernig sölunni var fyrir komið. Í því sambandi bendir hann hins vegar á mikilvægi þess að undirbúningi mála sé hagað þannig að framkvæmd þeirra samrýmist lögum. Telji stjórnvöld rök standa til þess að haga beri meðferð máls á þann hátt að reglur um sérstakt hæfi eigi ekki við um tiltekin atriði beri að leita viðeigandi leiða í því sambandi. Ráðherra geti t.a.m. lagt fram frumvarp til lagabreytinga í þessu skyni og sé það þá Alþingis að meta hvort tilteknar aðstæður réttlæti að tilteknir eða allir þættir málsmeðferðar séu undanskildir reglum um sérstakt hæfi. Umboðsmaður telur að það hefði verið í betra samræmi við upplýsingalög og vandaða stjórnsýsluhætti að afstaða til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við sölunni hefði komið fram í skriflegum gögnum við undirbúning málsins. Þannig hefði m.a. Alþingi gefist kostur á að gera athugasemdir við þetta atriði. Annmarkar að þessu leyti hafi skapað hættu á að ákvörðun ráðherra um að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna samrýmdist ekki reglum um sérstakt hæfi og þá með þeim afleiðingum að grafið væri undan trausti almennings á þessari ráðstöfun ríkisins. Er í því tilliti vísað til almenns tilgangs hæfisreglna og þeirra markmiða sem Alþingi hefur sérstaklega stefnt að með löggjöf á þessu sviði. Það er álit umboðsmanns að stjórnsýsla ráðherra við undirbúning sölumeðferðarinnar hafi ekki verið í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins m.t.t. þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við. Í þessu sambandi tekur umboðsmaður fram að þáttur Bankasýslunnar, sem annaðist undirbúning sölunnar, hafi ekki verið til sjálfstæðrar skoðunar. Umboðsmaður vísar til þess að ráðherra hafi upplýst að unnið sé að að nýju regluverki um ráðstöfun ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og í þeirri vinnu sé m.a. til skoðunar hvernig aðkomu ráðherra verði best háttað við ráðstöfun á borð við þá sem hér um ræðir og þá að fenginni reynslu og þeim lærdómi sem dreginn verði af henni. Umboðsmaður mælist til þess að ráðherra hafi álitið í huga við þessa endurskoðun sem og frekari sölu hluta í fjármálafyrirtækjum. Þá er áréttað að með umfjöllun sinni hafi umboðsmaður ekki tekið afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga þeirra lagalegu annmarka sem um er fjallað. Bjarni bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar hvorki við stjórnunar-og eftirlitsþáttinn með Bankasýslunni eða aðgát með hæfisreglum eftir fyrra útboðið. Sín aðkoma hafi verið nákvæmlega hin sama við bæði útboð. „Í ljósi þess að aðkoma mín er nákvæmlega sú sama finnst mér skjóta skökku við að komist sé að þessari niðurstöðu í þessu útboði. Ég hlýt að benda á að ég er þeirra skoðunar að það hafi enga þýðingu haft fyrir efnislega þýðingu þessa máls ef sú staða hefði komið upp að ég hefði vikið sæti vegna hæfis og einhver annar hefði tekið ákvörðunina. Ég þori að fullyrða að nákvæmlega sama ákvörðun hefði verið tekin.“ Verið ráðherra í tíu ár Bjarni Benediktsson tók fyrst við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013 þegar mynduð var ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem sat til ársins 2017. Í ársbyrjun 2017 tók Bjarni við embætti forsætisráðherra þegar mynduð var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sú ríkisstjórn sprakk í nóvember 2017 en Bjarni tók svo aftur við embætti fjármála- og efnahagsráðherra þegar Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu nýja ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Bjarni hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bjarni tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi í morgun eftir að umboðsmaður birti álit sitt. Hann segir óvíst um framhaldið en vissulega hefði verið heppilegra hefði faðir hans ekki tekið þátt í útboðinu. Sjálfur væri hann með hreina samvisku. „Ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns Alþingis sem er sérstakur trúnaðarmaður þingsins. Þetta segi ég fullum fetum þó ég hafi á álitinu mínar skoðanir, röksemdum og hvernig komist er að niðurstöðu. Það ber að virða álitið,“ sagði Bjarni. „Og álitið er að mig hafi brostið hæfi í málinu. Þessa niðurstöðu hyggst ég virða og ég tel í ljósi þessara niðurstöðu að mér sé í reynt ókleyft að starfa áfram sem fjármálaráðherra við sölu ríkisins.“ Hefur rætt ákvörðunina við Katrínu Bjarni sagði mikilvægt að skapaður yrði friður um verkefni fjármálaráðuneytisins. Önnur verkefni, önnur en salan á Íslandsbanka, þyrftu sína athygli. „Það er af þessari ástæðu sem ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála-og efnahagsráðherra og ég hef þegar rætt þessa niðurstöðu mína við forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. Engar ákvarðanir teknar um næstu skref „Þessa niðurstöðu mun ég ræða í framhaldinu við samstarfsflokka og mína samstarfsmenn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum augljóslega að velta fyrir okkur hver næstu skref verða. Um það hafa engar ákvarðanir verið teknar á þessu stigi,“ sagði Bjarni. „En ég vil með þessari ákvörðun bregðast við því að mér er í reynd ókleyft að starfa hér áfram í þessu embætti. Ég vil skapa frið um verkefni ráðuneytisins og undirstrika með ákvörðun minni að völdum fylgir ábyrgð. Síðan vil ég sem formaður Sjálfstæðisflokksins senda út þau skýru skilaboð að við störfum af almannaheill af fullum heilindum og við berum virðingu fyrir þeim niðurstöðum sem stofnanir samfélagsins komast að jafnvel þó við séum ekki sammála niðurstöðunni.“ Brugðið en með hreina samvisku Bjarni hóf ræðu sína á að segja að sér væri brugðið við að lesa niðurstöðu umboðsmanns. Eins og kom fram taldi umboðsmaður Bjarna hafa skort hæfi við söluna á Íslandsbanka þar sem einkahlutafélag föður hans var meðal kaupenda. „Mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu og ég er miður mín eftir að hafa séð þá niðurstöðu að mér hafi brostið hæfi við mína ákvarðanatöku í síðassta útboði. Ég vil byrja á því að segja að ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“ Bjarni sagði að sér fyndist margt orka tvímælis í áliti umboðsmanns. Margt sem þar segir sé í beinni andstöðu við þær ráðleggingar sem hann hafi fengið sem ráðherra, í sérstökum lögfræðiálitum sem hafi verið unnin um þetta efni. Fjármálaráðuneytið muni deila gögnum um málið á vef sínum. Bjarni sagðist vera með hreina samvisku.Vísir/Vilhelm Lítil þúfa „Það er oft sagt að lítil þúfa velti þungu hlassi. Í þessu tilviki snýst málið um þátttöku eins aðila. Í þessum tveimur útboðum hafa alls um 24 þúsund aðilar komið að þátttöku með þeim hætti að kaupa hlutabréf í bankanum,“ sagði Bjarni. „Það er óumdeilt að ég hafði ekki upplýsingar í þessu máli um þátttöku þessa félags. Það er ekki dregið í efa í áliti umboðsmanns að sú hafi verið í raunin. Það er ekkert í gögnum málsins sem bendir til þess að þær upplýsingar hafi legið fyrir hér í ráðuneytinu og því hafði ég aldrei neina ástæðu til að ganga á eftir því hvort reyna myndi sérstaklega á hæfi mitt í málinu.“ Ógerningur að fylgjast með vanhæfi Bjarni segir að þar sem hann hafi ekki haft upplýsingar um þetta mál komi það honum mjög á óvart að niðurstaða umboðsmanns sé sú að honum hafi brostið hæfi. „Þetta á ekki síst við í ljósi þess hvernig sölumeðferð var háttað en öll framkvæmd sölunnar var lögum samkvæmt í höndum Bankasýslu ríkisins og salan fór fram með útboðsferli þar sem að mínu mati var ógerningur fyrir ráðherra að fylgjast með mögulegu vanhæfi í sölunni.“ Samantekt á áliti umboðsmanns Hæfi, undirbúningur og ábyrgð við sölu á Íslandsbanka Í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í áliti hans 5. október 2023. Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins. Þá geti það heldur ekki ráðið úrslitum þótt hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á afstöðu ráðherra væri minni en ella sökum þess hvernig sölumeðferðinni var háttað, þáttur félagsins í heildarsölunni óverulegur og ganga verði út frá því að það hafi setið við sama borð og sambærilegir bjóðendur þegar Bankasýslan tók afstöðu til einstakra tilboða. Umboðsmaður telur sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á þá staðhæfingu ráðherra að óraunhæft hefði verið að skoða tengsl hans við einstaka bjóðendur með hliðsjón af því hvernig sölunni var fyrir komið. Í því sambandi bendir hann hins vegar á mikilvægi þess að undirbúningi mála sé hagað þannig að framkvæmd þeirra samrýmist lögum. Telji stjórnvöld rök standa til þess að haga beri meðferð máls á þann hátt að reglur um sérstakt hæfi eigi ekki við um tiltekin atriði beri að leita viðeigandi leiða í því sambandi. Ráðherra geti t.a.m. lagt fram frumvarp til lagabreytinga í þessu skyni og sé það þá Alþingis að meta hvort tilteknar aðstæður réttlæti að tilteknir eða allir þættir málsmeðferðar séu undanskildir reglum um sérstakt hæfi. Umboðsmaður telur að það hefði verið í betra samræmi við upplýsingalög og vandaða stjórnsýsluhætti að afstaða til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við sölunni hefði komið fram í skriflegum gögnum við undirbúning málsins. Þannig hefði m.a. Alþingi gefist kostur á að gera athugasemdir við þetta atriði. Annmarkar að þessu leyti hafi skapað hættu á að ákvörðun ráðherra um að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna samrýmdist ekki reglum um sérstakt hæfi og þá með þeim afleiðingum að grafið væri undan trausti almennings á þessari ráðstöfun ríkisins. Er í því tilliti vísað til almenns tilgangs hæfisreglna og þeirra markmiða sem Alþingi hefur sérstaklega stefnt að með löggjöf á þessu sviði. Það er álit umboðsmanns að stjórnsýsla ráðherra við undirbúning sölumeðferðarinnar hafi ekki verið í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins m.t.t. þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við. Í þessu sambandi tekur umboðsmaður fram að þáttur Bankasýslunnar, sem annaðist undirbúning sölunnar, hafi ekki verið til sjálfstæðrar skoðunar. Umboðsmaður vísar til þess að ráðherra hafi upplýst að unnið sé að að nýju regluverki um ráðstöfun ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og í þeirri vinnu sé m.a. til skoðunar hvernig aðkomu ráðherra verði best háttað við ráðstöfun á borð við þá sem hér um ræðir og þá að fenginni reynslu og þeim lærdómi sem dreginn verði af henni. Umboðsmaður mælist til þess að ráðherra hafi álitið í huga við þessa endurskoðun sem og frekari sölu hluta í fjármálafyrirtækjum. Þá er áréttað að með umfjöllun sinni hafi umboðsmaður ekki tekið afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga þeirra lagalegu annmarka sem um er fjallað. Bjarni bendir á að engar athugasemdir hafi verið gerðar hvorki við stjórnunar-og eftirlitsþáttinn með Bankasýslunni eða aðgát með hæfisreglum eftir fyrra útboðið. Sín aðkoma hafi verið nákvæmlega hin sama við bæði útboð. „Í ljósi þess að aðkoma mín er nákvæmlega sú sama finnst mér skjóta skökku við að komist sé að þessari niðurstöðu í þessu útboði. Ég hlýt að benda á að ég er þeirra skoðunar að það hafi enga þýðingu haft fyrir efnislega þýðingu þessa máls ef sú staða hefði komið upp að ég hefði vikið sæti vegna hæfis og einhver annar hefði tekið ákvörðunina. Ég þori að fullyrða að nákvæmlega sama ákvörðun hefði verið tekin.“ Verið ráðherra í tíu ár Bjarni Benediktsson tók fyrst við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013 þegar mynduð var ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem sat til ársins 2017. Í ársbyrjun 2017 tók Bjarni við embætti forsætisráðherra þegar mynduð var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sú ríkisstjórn sprakk í nóvember 2017 en Bjarni tók svo aftur við embætti fjármála- og efnahagsráðherra þegar Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu nýja ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Bjarni hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2009. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samantekt á áliti umboðsmanns Hæfi, undirbúningur og ábyrgð við sölu á Íslandsbanka Í ljósi þess að einkahlutafélag föður fjármála- og efnahagsráðherra var á meðal kaupenda að 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í mars 2022 brast hann hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í áliti hans 5. október 2023. Að mati umboðsmanns getur það ekki haggað niðurstöðunni þótt ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga í efa staðhæfingu ráðherra um að honum hafi á þeim tíma verið ókunnugt um þátttöku félagsins. Þá geti það heldur ekki ráðið úrslitum þótt hætta á því að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á afstöðu ráðherra væri minni en ella sökum þess hvernig sölumeðferðinni var háttað, þáttur félagsins í heildarsölunni óverulegur og ganga verði út frá því að það hafi setið við sama borð og sambærilegir bjóðendur þegar Bankasýslan tók afstöðu til einstakra tilboða. Umboðsmaður telur sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á þá staðhæfingu ráðherra að óraunhæft hefði verið að skoða tengsl hans við einstaka bjóðendur með hliðsjón af því hvernig sölunni var fyrir komið. Í því sambandi bendir hann hins vegar á mikilvægi þess að undirbúningi mála sé hagað þannig að framkvæmd þeirra samrýmist lögum. Telji stjórnvöld rök standa til þess að haga beri meðferð máls á þann hátt að reglur um sérstakt hæfi eigi ekki við um tiltekin atriði beri að leita viðeigandi leiða í því sambandi. Ráðherra geti t.a.m. lagt fram frumvarp til lagabreytinga í þessu skyni og sé það þá Alþingis að meta hvort tilteknar aðstæður réttlæti að tilteknir eða allir þættir málsmeðferðar séu undanskildir reglum um sérstakt hæfi. Umboðsmaður telur að það hefði verið í betra samræmi við upplýsingalög og vandaða stjórnsýsluhætti að afstaða til þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við sölunni hefði komið fram í skriflegum gögnum við undirbúning málsins. Þannig hefði m.a. Alþingi gefist kostur á að gera athugasemdir við þetta atriði. Annmarkar að þessu leyti hafi skapað hættu á að ákvörðun ráðherra um að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um söluna samrýmdist ekki reglum um sérstakt hæfi og þá með þeim afleiðingum að grafið væri undan trausti almennings á þessari ráðstöfun ríkisins. Er í því tilliti vísað til almenns tilgangs hæfisreglna og þeirra markmiða sem Alþingi hefur sérstaklega stefnt að með löggjöf á þessu sviði. Það er álit umboðsmanns að stjórnsýsla ráðherra við undirbúning sölumeðferðarinnar hafi ekki verið í nægilega góðu samræmi við stjórnunar- og eftirlitsskyldu hans gagnvart Bankasýslu ríkisins m.t.t. þess hvernig reglur um sérstakt hæfi horfðu við. Í þessu sambandi tekur umboðsmaður fram að þáttur Bankasýslunnar, sem annaðist undirbúning sölunnar, hafi ekki verið til sjálfstæðrar skoðunar. Umboðsmaður vísar til þess að ráðherra hafi upplýst að unnið sé að að nýju regluverki um ráðstöfun ríkisins á hlutum í fjármálafyrirtækjum og í þeirri vinnu sé m.a. til skoðunar hvernig aðkomu ráðherra verði best háttað við ráðstöfun á borð við þá sem hér um ræðir og þá að fenginni reynslu og þeim lærdómi sem dreginn verði af henni. Umboðsmaður mælist til þess að ráðherra hafi álitið í huga við þessa endurskoðun sem og frekari sölu hluta í fjármálafyrirtækjum. Þá er áréttað að með umfjöllun sinni hafi umboðsmaður ekki tekið afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga þeirra lagalegu annmarka sem um er fjallað.
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10. október 2023 12:02 „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Svona tilkynnti Bjarni afsögn sína sem fjármálaráðherra Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. 10. október 2023 09:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. 10. október 2023 12:02
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31
Svona tilkynnti Bjarni afsögn sína sem fjármálaráðherra Fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaðamannafundar á tíunda tímanum í morgun. Efni fundarins var ekki gefið upp en fljótlega kom í ljós hvert tilefnið var. 10. október 2023 09:45