Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 07:17 Nemendahópur og tveir kennarar frá suðurhluta Þýskalands fengu að fljóta með Íslendingunum og segjast afar þakklát. Vísir/Einar „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands. Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands.
Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira