Ísrael muni „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2023 00:02 Ísraelskir hermenn á skriðdreka við landamæri Ísraels og Gasa í dag. Búist er við því að mikill þungi verði í aðgerðum Ísraelshers á og við Gasa næstu daga og vikur, með tilheyrandi mannfalli palestínskra borgara. Ilia Yefimovich/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að engin áform séu uppi um að senda hermenn til Ísraels, þrátt fyrir átökin sem nú geisa þar í landi og í Palestínu. Búast má við miklu mannfalli á næstu dögum og jafnvel vikum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, að engir hermenn verði sendir til Ísrael eða Palestínu eins og sakir standi. Bandaríkin ætli sér þó að verja hagsmuni sína á svæðinu. Búist sé við því að Ísrael muni óska eftir auknum varnarmálastuðningi frá Bandaríkjunum, sem verði veittur eins fljótt og auðið er. Þá sagði Kirby að bandarísk yfirvöld teldu morgunljóst að yfirvöld í Íran bæru að hluta til ábyrgð á árásum Hamas-liða á almenna borgara í Ísrael um helgina, þó engar sannanir lægu fyrir um beina aðkomu Írana að árásinni að svo stöddu. „Íran hefur lengi stutt Hamas og önnur hryðjuverkasamtök á svæðinu með hergögnum og þjálfun,“ sagði Kirby. Þess vegna sagði hann Írana samseka. Fyrr í kvöld greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá því að minnst ellefu bandarískir ríkisborgarar hafi verið á meðal þeirra sem voru myrtir í árásum Hamas um helgina. Þá væri ótilgreinds fjölda Bandaríkjamanna enn saknað, og líklegt væri að einhverjir þeirra hefðu verið teknir í gíslingu. John Kirby er talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkin munu verja hagsmuni sína fyrir botni Miðjarðarhafs, án þess þó að senda hermenn til Ísraels og Palestínu.Kevin Dietsch/Getty Hamas sé ekki málsvari Palestínumanna Skömmu áður en Kirby greindi frá þessu höfðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Hamas-samtökin og gjörðir þeirra voru fordæmdar, og kallaðar hryðjuverk. Yfirlýsingin var gefin út stuttu eftir sameiginlegan símafund leiðtoga ríkjanna fimm. „Hryðjuverk Hamas-liða eru óréttlætanleg, ólögleg og verða að lúta alþjóðlegri fordæmingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Ríki okkar munu styðja Ísrael í viðleitni sinni til að verja sig og borgara sína gegn slíkum grimmdarverkum. Þetta er ekki tíminn fyrir þá sem óvinveittir eru Ísrael til að nýta sér árásirnar sér til framdráttar.“ Þá segir í yfirlýsingunni að raunverulegar vonir Palestínumanna um frið og bætt kjör séu teknar til greina. Stuðningur ríkjanna nái til aðgerða sem miði að frelsi og réttlæti fyrir Ísraela jafnt sem Palestínumenn. „En eitt skal vera á hreinu: Hamas er ekki í forsvari fyrir þessar vonir, og getur ekki boðið fólki í Palestínu neitt nema meiri hrylling og blóðsúthellingar.“ Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands í síma fyrr í kvöld. Í kjölfarið gáfu leiðtogarnir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Ísrael var heitið og hryðjuverk Hamas-liða fordæmd.Samuel Corum/Getty Árásum Ísraels linni ekki strax Paul Adams, fréttaritari BBC á sviði alþjóðamála, segir líklegt að blóðsúthellingunum muni einmitt ekki linna, og að atburðarásin sé farin að taka á sig mynd sem líkist fyrri átakalotum á svæðinu. „Ísraelsmenn vita að sú bylgja alþjóðlegrar samúðar og góðvildar sem nú gengur yfir gefur her þeirra tímabundið tækifæri til að fara í yfirgripsmiklar hernaðaraðgerðir á Gasaströnd,“ skrifar Adams. Hann hefur eftir fyrrum embættismanni innan ísraelska stjórnkerfisins að stjórnvöld telji sig nú hafa minnst tvær vikur áður en að ákall Bandaríkjamanna eftir því að herinn dragi úr umsvifum sínum og aðgerðum verði of hávært til að hundsa. „Ef Ísrael ætlar sér raunverulega að leggja stein í götu Hamas mun það óumflýjanlega leiða til mikilla átaka á jörðu niðri, og dauðsföllum almennra borgara, sem þegar eru fjölmörg, mun líklega fjölga til muna.“ Það sem flæki stöðuna enn meira séu möguleg afdrif þeirra gísla sem Hamas hafi tekið um helgina. „Embættismaðurinn fyrrverandi sagði mér að ef Hamas myndi drepa þessa almennu borgara, þá myndi Ísrael „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS og al-Qaeda“.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Tengdar fréttir „Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, að engir hermenn verði sendir til Ísrael eða Palestínu eins og sakir standi. Bandaríkin ætli sér þó að verja hagsmuni sína á svæðinu. Búist sé við því að Ísrael muni óska eftir auknum varnarmálastuðningi frá Bandaríkjunum, sem verði veittur eins fljótt og auðið er. Þá sagði Kirby að bandarísk yfirvöld teldu morgunljóst að yfirvöld í Íran bæru að hluta til ábyrgð á árásum Hamas-liða á almenna borgara í Ísrael um helgina, þó engar sannanir lægu fyrir um beina aðkomu Írana að árásinni að svo stöddu. „Íran hefur lengi stutt Hamas og önnur hryðjuverkasamtök á svæðinu með hergögnum og þjálfun,“ sagði Kirby. Þess vegna sagði hann Írana samseka. Fyrr í kvöld greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá því að minnst ellefu bandarískir ríkisborgarar hafi verið á meðal þeirra sem voru myrtir í árásum Hamas um helgina. Þá væri ótilgreinds fjölda Bandaríkjamanna enn saknað, og líklegt væri að einhverjir þeirra hefðu verið teknir í gíslingu. John Kirby er talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkin munu verja hagsmuni sína fyrir botni Miðjarðarhafs, án þess þó að senda hermenn til Ísraels og Palestínu.Kevin Dietsch/Getty Hamas sé ekki málsvari Palestínumanna Skömmu áður en Kirby greindi frá þessu höfðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Hamas-samtökin og gjörðir þeirra voru fordæmdar, og kallaðar hryðjuverk. Yfirlýsingin var gefin út stuttu eftir sameiginlegan símafund leiðtoga ríkjanna fimm. „Hryðjuverk Hamas-liða eru óréttlætanleg, ólögleg og verða að lúta alþjóðlegri fordæmingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Ríki okkar munu styðja Ísrael í viðleitni sinni til að verja sig og borgara sína gegn slíkum grimmdarverkum. Þetta er ekki tíminn fyrir þá sem óvinveittir eru Ísrael til að nýta sér árásirnar sér til framdráttar.“ Þá segir í yfirlýsingunni að raunverulegar vonir Palestínumanna um frið og bætt kjör séu teknar til greina. Stuðningur ríkjanna nái til aðgerða sem miði að frelsi og réttlæti fyrir Ísraela jafnt sem Palestínumenn. „En eitt skal vera á hreinu: Hamas er ekki í forsvari fyrir þessar vonir, og getur ekki boðið fólki í Palestínu neitt nema meiri hrylling og blóðsúthellingar.“ Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands í síma fyrr í kvöld. Í kjölfarið gáfu leiðtogarnir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem stuðningi við Ísrael var heitið og hryðjuverk Hamas-liða fordæmd.Samuel Corum/Getty Árásum Ísraels linni ekki strax Paul Adams, fréttaritari BBC á sviði alþjóðamála, segir líklegt að blóðsúthellingunum muni einmitt ekki linna, og að atburðarásin sé farin að taka á sig mynd sem líkist fyrri átakalotum á svæðinu. „Ísraelsmenn vita að sú bylgja alþjóðlegrar samúðar og góðvildar sem nú gengur yfir gefur her þeirra tímabundið tækifæri til að fara í yfirgripsmiklar hernaðaraðgerðir á Gasaströnd,“ skrifar Adams. Hann hefur eftir fyrrum embættismanni innan ísraelska stjórnkerfisins að stjórnvöld telji sig nú hafa minnst tvær vikur áður en að ákall Bandaríkjamanna eftir því að herinn dragi úr umsvifum sínum og aðgerðum verði of hávært til að hundsa. „Ef Ísrael ætlar sér raunverulega að leggja stein í götu Hamas mun það óumflýjanlega leiða til mikilla átaka á jörðu niðri, og dauðsföllum almennra borgara, sem þegar eru fjölmörg, mun líklega fjölga til muna.“ Það sem flæki stöðuna enn meira séu möguleg afdrif þeirra gísla sem Hamas hafi tekið um helgina. „Embættismaðurinn fyrrverandi sagði mér að ef Hamas myndi drepa þessa almennu borgara, þá myndi Ísrael „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS og al-Qaeda“.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Palestína Ísrael Tengdar fréttir „Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
„Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjöldamorði“ Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 9. október 2023 22:00