Innlent

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björn Bjarki segir að það yrði íbúum Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaga til mikilla hagsbóta ef dagvöruverslun myndi opna í Búðardal.
Björn Bjarki segir að það yrði íbúum Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaga til mikilla hagsbóta ef dagvöruverslun myndi opna í Búðardal. SC/Samsett

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

„Við erum náttúru­lega bara af­skap­lega ó­sátt við þau svör og þau við­brögð sem við höfum fengið frá Sam­kaupum og teljum að það sé nauð­syn­legt að gera betr­um­bót,“ segir Björn Bjarki Þor­steins­son, sveitar­stjóri Dala­byggðar, í sam­tali við Vísi. Til­efnið er á­skorun sveitar­stjórnar til stjórnar Sam­kaupa um að endur­meta hvaða tegund af verslun fé­lagið bjóði upp á í Dala­byggð.

And­dyrið að Vest­fjörðum þurfi meiri þjónustu

Rifjað er upp í bréfi sveitar­stjórnar til Sam­kaupa að heima­menn hafi mót­mælt því þegar Sam­kaup breyttu verslun sinni í Búðar­dal úr Kjör­búð yfir í Kram­búðina. Segir í á­skoruninni að sóknar­mögu­leikar séu mjög miklir fyrir dag­vöru­verslun sé horft til þess að í­búar í Dala­byggð, Reyk­hóla­sveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauð­synjar dag­vöru­verslunar út fyrir svæðið, helst í Borgar­nesi og geri þar magn­inn­kaup.

„Bæði er að fjölga að­eins í­búum hér og svo er um­ferðin að stór­aukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki.

„Við erum and­dyrið að Vest­fjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar inn­viði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Ná­grannar okkar eru í ná­kvæm­lega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauð­synjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka bú­bót fyrir okkar góðu ná­granna.“

Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm

Skoða frekari verð­lækkanir til íbúa

Í svörum sínum til sveitar­stjórnar vegna á­skorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðs­son, for­stjóri Sam­kaupa að fé­lagið hafi rekið Kjör­búð í Búðar­dal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi á­vallt verið rekin með tapi.

„Þegar um­ferð og fjöldi ferða­manna minnkaði til muna í tengslum við Co­vid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrar­grund­völlur fyrir Kjör­búð í Búðar­dal.“

Segir Gunnar að fé­lagið hafi til að koma til móts við við­skipta­vini sína tekið þá á­kvörðun að breyta rekstrar­formi verslunarinnar úr Kjör­búð í Kram­búð fremur en að hætta al­farið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra á­stæðna sjái Sam­kaup sér ekki fært að breyta rekstrar­formi verslunarinnar.

„Þess ber að geta að í apríl hóf Sam­kaup að bjóða uppá sér­tækar verð­lækkanir fyrir íbúa Dala­byggðar með því mark­miði að hvetja íbúa til að versla í heima­byggð. Undir­tekir hafa verið já­kvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dala­byggðar skoða stjórn­endur Sam­kaupa nú frekari að­gerðir í þessa veru, þar sem í­búar sem versla í heima­byggð fá betri kjör en ella með notkun á Sam­ka­uppa appinu.“

Funda á mið­viku­dag

„Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sér­tæku verð­lækkanir. For­svars­menn Sam­kaupa mæta í Dala­byggð á mið­viku­dag til fundar. „En það er alveg kýr­skýrt að við teljum að það séu for­sendur til þess að gera betur.“

Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstrar­aðilum?

„Það er alla­vega eitt­hvað sem við myndum velta al­var­lega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla inn­viðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta sam­tal við Sam­kaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjöl­farið á þessu sam­tali á mið­viku­dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×