Vilja Pálmar Óla úr stjórn Birtu og bauna á Samtök atvinnulífsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 11:49 Pálmar Óli Magnússon er forstjóri þjónustufyrirtækisins Daga. Vísir/Ívar Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands gerir verulegar athugasemdir við setu Pálmars Óla Magnússonar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, á meðan hann hefur réttarstöðu sakbornings og í ljósi birtingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef sambandsins. Pálmar Óli var framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa á þeim tíma sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nær til. Miðstjórn gagnrýnir í yfirlýsingunni Samtök atvinnulífsins vegna stjórnarsetu Pálmars. Framkvæmdastjóri SA segir hins vegar að skoðun hafi leitt í ljós að hvorki væru að finna heimildir í lögum né í samþykktum lífeyrissjóðsins Birtu til þess að afturkalla umboð stjórnarmanns og víkja úr stjórn lífeyrissjóðsins. Samkeppniseftirlitið lagði 4,2 milljarða króna sektir á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013 í gær. Fyrirtækið var einnig sakað um að veita rangar, villandi og ófullnægjandi upplýsingar og gögn við rannsókn málsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar „Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfélaga og almennings og haft bein áhrif á trúverðugleika og orðspor sjóðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Telja nauðsynlegt að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda Miðstjórn RSÍ skorar á Pálmar Óla Magnússon að stíga til hliðar á meðan rannsókn málsins stendur yfir. „Ástæða þess er sú að miðstjórn sem og fulltrúaráð launafólks hjá Birtu lífeyrissjóði metur svo að Pálmar Óli uppfylli ekki lengur skilyrði greinar 5.3 samþykkta Birtu lífeyrissjóðs um gott orðspor, vegna fyrr greindra atriða.“ Miðstjórn RSÍ telur aðgerðaleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart þessu máli verulega gagnrýnivert og veki upp spurningar um það hvort eðlilegt sé að fulltrúar atvinnurekenda sitji í stjórnum sjóða sem hafa það eitt markmið að tryggja launafólki lífeyri á efri árum. „Einsýnt er að nauðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða.“ Hvorki lagaheimildir né samþykktir til að afturkalla Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í svari til fréttastofu að tilnefning formanns stjórnar í lífeyrissjóðinn Birtu, hafi verið tekið til skoðunar í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Niðurstaða þeirrar skoðunar væri að hvorki sé að finna heimildir í lögum né í samþykktum lífeyrissjóðsins Birtu til þess að afturkalla umboð stjórnarmanns og víkja úr stjórn lífeyrissjóðsins. Sigríður Margrét bendir á að orðrétt segi í samþykktum sjóðsins, í grein 5.4.: „Óheimilt er að afturkalla umboð stjórnarmanns á kjörtímabilinu, nema hann bresti hæfi til að gegna stjórnarsetu samkvæmt lögum eða samþykktum þessum“. Það sé hlutverk Fjármálaeftirlitsins að meta hvort hæfi hafi brostið í umræddu tilviki. „Allir stjórnarmenn lífeyrissjóða sem tilnefndir hafa verið af Samtökum atvinnulífsins hafa verið metnir hæfir samkvæmt starfsreglum og mati Fjármálaeftirlitsins. Þar með talinn stjórnarformaður Birtu. Árið 2019 sagði Fjármálaeftirlitið í áliti sínu, í öðru ótengdu máli, að með afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna í lífeyrissjóðum mætti líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðs væri að ræða. Fram kom í álitinu að slíkt vegi að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnarháttum. Samtök atvinnulífsins beina ekki fyrirmælum til stjórnarmanna lífeyrissjóða sem samtökin skipa. Samtökin hafa samþykkt og viðhaft leiðbeiningar um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða og starfsvenjur fulltrúa samtakanna í stjórnum lífeyrissjóða,“ segir Sigurður Margrét. Segir niðurstöðuna ranga Pálmar Óli sagði í samtali við Heimildina á dögunum að skýrsla Samkeppniseftirlitsins breytti engu um stöðu hans eða hæfi til að gegna stjórnarformennsku í lífeyrissjóðnum. „Fyrir utan það hve atvikalýsingin og niðurstaðan er röng, fjallar hún auk þess ekki um mál sem ég er aðili að heldur fyrirtækin sem þar er fjallað um,“ sagði Pálmar Óli. Hann ætlaði að bíða eftir því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála tæki niðurstöðuna til skoðunar. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Lífeyrissjóðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef sambandsins. Pálmar Óli var framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa á þeim tíma sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nær til. Miðstjórn gagnrýnir í yfirlýsingunni Samtök atvinnulífsins vegna stjórnarsetu Pálmars. Framkvæmdastjóri SA segir hins vegar að skoðun hafi leitt í ljós að hvorki væru að finna heimildir í lögum né í samþykktum lífeyrissjóðsins Birtu til þess að afturkalla umboð stjórnarmanns og víkja úr stjórn lífeyrissjóðsins. Samkeppniseftirlitið lagði 4,2 milljarða króna sektir á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013 í gær. Fyrirtækið var einnig sakað um að veita rangar, villandi og ófullnægjandi upplýsingar og gögn við rannsókn málsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar „Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfélaga og almennings og haft bein áhrif á trúverðugleika og orðspor sjóðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Telja nauðsynlegt að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda Miðstjórn RSÍ skorar á Pálmar Óla Magnússon að stíga til hliðar á meðan rannsókn málsins stendur yfir. „Ástæða þess er sú að miðstjórn sem og fulltrúaráð launafólks hjá Birtu lífeyrissjóði metur svo að Pálmar Óli uppfylli ekki lengur skilyrði greinar 5.3 samþykkta Birtu lífeyrissjóðs um gott orðspor, vegna fyrr greindra atriða.“ Miðstjórn RSÍ telur aðgerðaleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart þessu máli verulega gagnrýnivert og veki upp spurningar um það hvort eðlilegt sé að fulltrúar atvinnurekenda sitji í stjórnum sjóða sem hafa það eitt markmið að tryggja launafólki lífeyri á efri árum. „Einsýnt er að nauðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða.“ Hvorki lagaheimildir né samþykktir til að afturkalla Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í svari til fréttastofu að tilnefning formanns stjórnar í lífeyrissjóðinn Birtu, hafi verið tekið til skoðunar í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Niðurstaða þeirrar skoðunar væri að hvorki sé að finna heimildir í lögum né í samþykktum lífeyrissjóðsins Birtu til þess að afturkalla umboð stjórnarmanns og víkja úr stjórn lífeyrissjóðsins. Sigríður Margrét bendir á að orðrétt segi í samþykktum sjóðsins, í grein 5.4.: „Óheimilt er að afturkalla umboð stjórnarmanns á kjörtímabilinu, nema hann bresti hæfi til að gegna stjórnarsetu samkvæmt lögum eða samþykktum þessum“. Það sé hlutverk Fjármálaeftirlitsins að meta hvort hæfi hafi brostið í umræddu tilviki. „Allir stjórnarmenn lífeyrissjóða sem tilnefndir hafa verið af Samtökum atvinnulífsins hafa verið metnir hæfir samkvæmt starfsreglum og mati Fjármálaeftirlitsins. Þar með talinn stjórnarformaður Birtu. Árið 2019 sagði Fjármálaeftirlitið í áliti sínu, í öðru ótengdu máli, að með afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna í lífeyrissjóðum mætti líta svo á að um tilraun til beinnar íhlutunar í stjórn lífeyrissjóðs væri að ræða. Fram kom í álitinu að slíkt vegi að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnarháttum. Samtök atvinnulífsins beina ekki fyrirmælum til stjórnarmanna lífeyrissjóða sem samtökin skipa. Samtökin hafa samþykkt og viðhaft leiðbeiningar um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða og starfsvenjur fulltrúa samtakanna í stjórnum lífeyrissjóða,“ segir Sigurður Margrét. Segir niðurstöðuna ranga Pálmar Óli sagði í samtali við Heimildina á dögunum að skýrsla Samkeppniseftirlitsins breytti engu um stöðu hans eða hæfi til að gegna stjórnarformennsku í lífeyrissjóðnum. „Fyrir utan það hve atvikalýsingin og niðurstaðan er röng, fjallar hún auk þess ekki um mál sem ég er aðili að heldur fyrirtækin sem þar er fjallað um,“ sagði Pálmar Óli. Hann ætlaði að bíða eftir því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála tæki niðurstöðuna til skoðunar.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Lífeyrissjóðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira