„Viljum viðhalda hungrinu“ Dagur Lárusson skrifar 7. október 2023 16:59 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. „Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja. Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað og fyrri hálfleikurinn líka þó svo að við hefðum getað nýtt okkar möguleika betur,“ byrjaði Arnar að segja. „Í hálfleiknum fórum við aðeins yfir það hvað við þyrftum að gera því það voru nokkir möguleikar í stöðunni og við keyrðum vel á þá strax frá upphafi seinni hálfleiks.“ Arnar var ánægður að liðið hans gat loksins sýnt sitt rétta andlit eftir lélegar frammistöður í síðustu leikjum. „Jú ég er ánægður með það. Eins og ég sagði fyrir leik þá virðist það vera þannig með okkur að við þurfum að finna eitthvað til þess að berjast fyrir og það er áskorun. Ef við höfum ekki eitthvað til að berjast fyrir þá eigum við það til að sýna ekki okkar rétta andlit.“ „Ef við viljum vera topplið, sem við erum, þá þurfa menn að mæta í alla leiki. En ég skil alveg að stundum vilja menn taka sér smá frí. En við þrátt fyrir allt erum við búnir að spila ágætlega í þessari úrslitakeppni en það hefur alltaf vantað eitthvað nema í dag því mér fannst við virkilega sterkir og við vildum líka veislunni gangandi í allan dag og allt kvöld.“ Arnar var síðan spurður út í framhaldið. „Við viljum halda sama hóp og vonandi gerum við það og mögulga náum við að bæta við einum eða tveimur sterkum leikmönnum við þennan hóp. Við viljum viðhalda hungrinu hjá mér, leikmönnunum og starfsfólkinu. Það er nóg eftir til þess að stefna að, við viljum vinna fleiri titla og síðan viljum við líka komast í riðlakeppni í Evrópu til dæmis.“ Arnar var einnig spurður út í leikmannamál. „Ég býst við því að leikmenn sem eru að renna út á samning eins og Oliver verði áfram. Mér skilst að það sé verið að leggja lokahönd á það bjóða þeim nýjan samning þannig ég vona að þeir verði áfram.“ Að lokum var Arnar spurður út í möguleikann að fá Jón Guðna Fjóluson til liðsins. „Ef leikmaður á borð við Jón Guðna er laus og hann vill koma þá auðvitað myndum við skoða það,“ endaði Arnar Gunnlaugsson á að segja.
Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Valur 5-1 | Íslandsmeistararnir enduðu með flugeldasýningu Íslandsmeistarar Víkings enduðu tímabilið með sannkallaðri veislu í Víkinni í dag en liðið fór létt með Val. 7. október 2023 13:16