Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:28 Vilhjálmur Birgisson hefur miklar áhyggjur af því að Samkeppniseftirlitið fái ekki nægar fjárveitingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. „Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“ Samkeppnismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“
Samkeppnismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira