Opna þrjár sýningar á sama tíma Árni Sæberg skrifar 6. október 2023 11:01 Hönnunarsafn Íslands er á Garðatorgi í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki. Sýning á keramik og veflistaverkum eftir Dolindu Tanner opnar á pallinum klukkan 17. „Það var ævintýraþráin sem dró Dolindu Tanner (1923 – 1967) fyrst til Íslands. Vinaböndin, náttúran, ástin og listin urðu til þess að hún ílengdist hér,“ segir í tilkynningu um opnanirnar. Dolinda var fædd og uppalin Sviss. Hún nam myndlist í listaháskólunum í Genf og Basel. Eftir námið þráði hún að sjá sig um og ferðast og dvaldi í Bretlandi og Svíþjóð áður en hún kom til Íslands árið 1948. Þar kynnist Dolinda hjónunum Gesti Þorgrímsssyni og Sigrúnu Guðjónsdóttur (Rúnu) sem fengu Dolindu og Waistel Cooper, skoskan listamann, í lið með sér við að byggja upp Laugarnesleir. Ekkert þeirra hafði grunn í keramiki en þau létu það ekki á sig fá. Dolinda hafði góða innsýn í miðevrópskar hefðir og vann undir áhrifum módernismans. Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu. Í verkum hennar koma saman fögur litapalletta, geometrísk og fíguratíf form og hlutir sem geisla af sköpunargleði. Sýningarstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Teikningar Lothars Grund Skráning á teikningum eftir Lothar Grund verður sýnd í salnum Safnið á röngunni. Lothar Grund (1923 – 1995) var þýskur leiktjaldamálari sem flutti til Íslands árið 1950 og bjó hér til ársins 1963. Á Íslandi vann hann meðal annars sem leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og við að teikna auglýsingar. Frá 1961 til 1963 vann Lothar sem innanhússarkitekt fyrir Hótel Sögu og hannaði innréttingar fyrir herbergi og sali hótelsins. Árið 2022 fékk Hönnunarsafn Íslands að gjöf frá fjölskyldu Lothars teikningar og gögn frá tímabilinu þegar hann vann fyrir Hótel Sögu. Eru þetta meðal annars frumteikningar af herbergjum, tillögur að sölum og auglýsingar fyrir Hótelið. Einnig fylgdu gjöfinni auglýsingateikningar fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Umsjón með skráningunni hefur Bóel Hörn Ingadóttir. Hönnunarsafnið sem heimili Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili opnar nú í heild sinni eftir viðgerðir á þaki. Um 200 munir úr safneigninni eru settir fram sem grunnmynd af heimili. Sýningarstjórar eru Anna Dröfn Ágústsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. Þá verður ný heimasíða safnsins opnuð samtímis sýningunum þremur. Hún er hönnuð af Studio Studio í samstarfi við Kolofon. Menning Tíska og hönnun Myndlist Söfn Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sýning á keramik og veflistaverkum eftir Dolindu Tanner opnar á pallinum klukkan 17. „Það var ævintýraþráin sem dró Dolindu Tanner (1923 – 1967) fyrst til Íslands. Vinaböndin, náttúran, ástin og listin urðu til þess að hún ílengdist hér,“ segir í tilkynningu um opnanirnar. Dolinda var fædd og uppalin Sviss. Hún nam myndlist í listaháskólunum í Genf og Basel. Eftir námið þráði hún að sjá sig um og ferðast og dvaldi í Bretlandi og Svíþjóð áður en hún kom til Íslands árið 1948. Þar kynnist Dolinda hjónunum Gesti Þorgrímsssyni og Sigrúnu Guðjónsdóttur (Rúnu) sem fengu Dolindu og Waistel Cooper, skoskan listamann, í lið með sér við að byggja upp Laugarnesleir. Ekkert þeirra hafði grunn í keramiki en þau létu það ekki á sig fá. Dolinda hafði góða innsýn í miðevrópskar hefðir og vann undir áhrifum módernismans. Pablo Picasso er greinilegur áhrifavaldur og þaðan koma mögulega líka afrísku áhrifin sem skynja má í mörgum verkum Dolindu. Í verkum hennar koma saman fögur litapalletta, geometrísk og fíguratíf form og hlutir sem geisla af sköpunargleði. Sýningarstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands. Teikningar Lothars Grund Skráning á teikningum eftir Lothar Grund verður sýnd í salnum Safnið á röngunni. Lothar Grund (1923 – 1995) var þýskur leiktjaldamálari sem flutti til Íslands árið 1950 og bjó hér til ársins 1963. Á Íslandi vann hann meðal annars sem leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og við að teikna auglýsingar. Frá 1961 til 1963 vann Lothar sem innanhússarkitekt fyrir Hótel Sögu og hannaði innréttingar fyrir herbergi og sali hótelsins. Árið 2022 fékk Hönnunarsafn Íslands að gjöf frá fjölskyldu Lothars teikningar og gögn frá tímabilinu þegar hann vann fyrir Hótel Sögu. Eru þetta meðal annars frumteikningar af herbergjum, tillögur að sölum og auglýsingar fyrir Hótelið. Einnig fylgdu gjöfinni auglýsingateikningar fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Umsjón með skráningunni hefur Bóel Hörn Ingadóttir. Hönnunarsafnið sem heimili Sýningin Hönnunarsafnið sem heimili opnar nú í heild sinni eftir viðgerðir á þaki. Um 200 munir úr safneigninni eru settir fram sem grunnmynd af heimili. Sýningarstjórar eru Anna Dröfn Ágústsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. Þá verður ný heimasíða safnsins opnuð samtímis sýningunum þremur. Hún er hönnuð af Studio Studio í samstarfi við Kolofon.
Menning Tíska og hönnun Myndlist Söfn Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira