Innlent

Bein útsending: Skýra frá athugun sinni á vöggustofunum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kjartan Björgvinsson, nýskipaður Landsréttardómari, er formaður nefndarinnar sem kynnir niðurstöðu sína í dag.
Kjartan Björgvinsson, nýskipaður Landsréttardómari, er formaður nefndarinnar sem kynnir niðurstöðu sína í dag. Vísir/Vilhelm

Nefnd sem hafði það verkefni að kynna sér starfsemi tveggja vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld mun kynna niðurstöðu skýrslu sinnar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Fundurinn hefst klukkan tvö í dag. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.

Vöggustofan að Hlíðarenda og Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins eru stofurnar sem umræðir, en þær hafa verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla á síðustu árum. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Þann tíunda mars í fyrra samþykkti borgarráð að setja á stofn nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að gera heildstæða athugun á starfsemi þeirra. Nefndina skipa Kjartan Björgvinsson, nýskipaður Landsréttardómari, formaður, Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði og Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi.

Nefndin hefur nú lokið störfum og verður skýrslan kynnt á fundinum í dag.


Tengdar fréttir

„Þetta varð alltaf verra og verra“

Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×