Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:30 Frá æfingu slökkviliðsins í Strákagöngum í september. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. „Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“ Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“
Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent