Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2023 11:28 Við undirritun kaupsamningsins. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, Kjartan Örn Ólafsson, einn eigenda og stjórnarmaður Já, og Einar Pálmi Sigmundsson, stjórnarformaður Já og sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu. Vísir Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt. Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Áður hafði fyrirvörum um meðal annars áreiðanleikakönnun og sölu á rekstri Gallup á Íslandi til þriðja aðila verið aflétt. Sýn mun fá Já afhent innan fjórtán daga og mun greiðsla kaupverðs fara fram á afhendingardegi. Með sáttinni hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt ákveðnar aðgerðir sem Sýn hefur lagt til, einkum með það að markmiði að koma til móts við möguleg áhrif á virka samkeppni um miðlun símakrárupplýsinga úr númera- og vistfangaskrá fjarskiptafyrirtækja, sem samruninn gæti valdið. Áætluð óbreytt áhrif reksturs Já á Sýn er um 500 milljón króna velta og 70 milljón króna EBITDA, að því er segir í tilkynningu. „Það veitir okkur mikla ánægju að geta tilkynnt að öllum skilyrðum fyrir kaupum á Já er nú fullnægt,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. „Eftir afhendingu hefst nýr kafli í vegferð Sýnar á vefmiðlum þar sem við munum byggja ofan á þá styrkleika sem Já er þekkt fyrir. Miklar breytingar eru að verða á auglýsingamarkaði en auglýsingamiðlar Sýnar, Vísir og Bylgjan eru leiðandi á sínum mörkuðum og með samþættingu við Já mun vöruframboðið styrkjast enn frekar. Þá verður með kaupunum til ný tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga m.a. í kringum sýnileika og sölutorg.“ Vilborg Helga Harðardóttir er forstjóri Já. „Við erum full tilhlökkunar yfir að ganga nú til liðs við Sýn og takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem við sjáum í því að sameina krafta Já og annarra eininga Sýnar, ekki síst Vísis.“ Ráðgjafar seljanda voru Arctica Finance og LMG Lögmenn og ráðgjafi kaupanda var Landslög. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Samkeppnismál Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira