Handbolti

Öruggur sigur Fram í grannaslagnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þórey Rósa var öflug í liði Fram í kvöld.
Þórey Rósa var öflug í liði Fram í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram sótti Aftureldingu heim í kvöld í Olís-deild kvenna. Gestirnir úr Úlfarsárdalnum unnu öruggan sigur og náðu þar með í þriðja sigur sinn á tímabilinu.

Framkonur töpuðu gegn Haukum á heimavelli sínum í kvöld og mættu því í hefndarhug í leikinn í kvöld. Afturelding var með einn sigur eftir fyrstu fjórar umferðirnar í farteskinu en þær biðu lægri hlut gegn ÍBV í Eyjum í síðustu viku.

Fram var miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Liðið leiddi 15-11 í hálfleik eftir að hafa haft yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.

Fram náði níu marka forskoti snemma í síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lokatölur 35-26 og Fram þar með komið með sex stig í Olís-deildinni.

Alfa Brá Hagalín, Harpa María Friðgeirsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu allar sjö mörk fyrir Fram í kvöld og Elna Ólöf Guðjónsdóttir bætti við sex mörkum til viðbótar.

Hjá Aftureldingu var Hildur Lilja Jónsdóttir markahæst með níu mörk en Ragnhildur Hjartardóttir og Susan Gamboa skoruðu fjögur hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×