Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. október 2023 18:37 Kílómetragjald fyrir rafmagns- og vetnisbíla verða sex krónur frá og með áramótum ef frumvarpið nær í gegn. Vísir/Vilhelm/Baldur Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum. Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum.
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira