Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:31 Rory McIlroy segir að aðrir kylfingar hafi fengið að njóta sín nú þegar LIV-kylfingarnir voru ekki með. Vísir/Getty Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð. Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“ Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“
Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira