Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 20:37 Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Þjóðverjarnir grófu stærðarinnar holu í slóðann til þess að skorða dekk, sem var svo notað sem akkeri. Vísir Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. „Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira