Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 14:08 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. Forsvarsmenn fyrirtækisins eiga í viðræðum við embættismenn í Evrópu vegna notkunar Meta á persónuupplýsingum notenda og reglna ESB. AP/Nick Wass Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. Þetta lögðu forsvarsmenn Meta til á fundi með embættismönnum frá Evrópusambandinu og Írlandi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Tilefni þessara tillögu er ný löggjöf Evrópusambandsins um notkun persónupplýsingar fólks, án samþykkis þeirra. New York Times hafði áður sagt frá því að verið væri að skoða að rukka Evrópubúa í skiptum fyrir það að þeir sleppa við auglýsingar. Samkvæmt frétt WSJ snýst tillagan um að bjóða evrópskum notendum kost á því að greiða fyrir samfélagsmiðlana og sjá engar auglýsingar eða greiða ekkert í skiptum fyrir notkun á persónuupplýsingum þeirra til að sýna þeim auglýsingar. Forsvarsmenn Meta ákváðu fyrr á árinu að veita Evrópubúum ekki aðgang að Threads, nýjasta samfélagsmiðli fyrirtækisins, vegna persónuverndarreglna ESB. Sjá einnig: Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Grunngjald þessarar þjónustu á að vera tíu evrur á mánuði fyrir Facebook og Instagram. Sex evrur eiga svo að bætast við fyrir tengda reikninga sem fólk er með. Tíu evrur samsvara um 1.460 krónum. Verðið verður hærra ef greitt það verður greitt í gegnum síma, þar sem Google og Apple taka prósentu af allri sölu í gegnum stýrikerfi þeirra. Gætu viljað ókeypis Facebook og almennar auglýsingar Ekki er komið í ljós hvort ráðamenn muni telja þessa tillögu samræmast nýju lögunum eða ekki. Mögulegt er að þess verði krafist að verðið verði lægra eða ESB gæi jafnvel krafist þess að þjónusta Meta yrði áfram ókeypis og að fyrirtækið sýndi áfram auglýsingar, án þess að stýra þeim með persónuupplýsingum. Samkvæmt heimildum WSJ hafa áðurnefndir embættismenn áhyggjur af því að verðið sé það hátt að fólk sem vilji ekki að persónuupplýsingar þeirra séu notaðar við auglýsingasölu, ráði ekki við að greiða áskriftargjaldið. Forsvarsmenn Meta hafa bent á þjónustu Spotify sér til stuðnings. Tónlistarveitan býður notendum að greiða áskriftargjald í skiptum fyrir það að þurfa ekki að hlusta á auglýsingar milli laga, auk annarra kosta. Þá segja þeir að verðið sé svipað og YouTube rukkar sýna áskrifendur í Evrópu. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Frá upphafi samfélagsmiðla hafa notendur þeirra greitt fyrir aðgang að þeim með persónuupplýsingum sínum. Fyrirtækin nota miðlana til að afla upplýsinga um notendur og selja svo auglýsingar sem hægt er að hnitmiða á tiltekna hópa notenda eftir áhugasviði, aldri, kyni og ýmsu öðru. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Það er talið gefa leyniþjónustum Bandaríkjanna beinan aðgang að þeim upplýsingum. Sjá einnig: ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Undanfarin ár hefur verið tekið upp á því á sífellt fleiri samfélagsmiðlum að selja áskriftarþjónustu. Þetta á við miðla eins og X (áður Twitter), Snapchat og Telegram, svo einhverjir séu nefndir. Þá tilkynnti Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, fyrr á árinu að notendum Facebook og Instagram yrði boðið aðgengi að áskriftarþjónustu þar sem notendur keyptu sér í raun aukið öryggi og aukna dreifingu á færslum þeirra. Sjá einnig: Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Evrópa næst stærsti markaður Meta Auglýsingatekjur Meta og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafa dregist saman á undanförnum árum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að tekjur þeirra af evrópskum notendum hafi verið um það bil 17,88 dalir á hvern notenda Facebook á mánuði. Séu allir miðlar fyrirtækisins teknir inn í reikninginn eru tekjurnar tæpir sex dalir á hvern notenda á mánuði en tölurnar miða við annan ársfjórðung þessa árs. WSJ segir raunverulegar tekjur Meta af notendum innan ESB líklega vera eitthvað hærri, þar sem útgefnar tölur fyrirtækisins eigi við um notendur í löndum eins og Tyrklandi og Rússlandi og þar séu tekjurnar mun minni en innan ESB. Áætlað er að um 258 milljónir manna innan ESB séu virkir notendur Facebook og 257 milljónir noti Instagram reglulega. Susan Li, fjármálastjóri Meta, sagði í apríl að um tíu prósent af veltu fyrirtækisins komi frá Evrópu. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta lögðu forsvarsmenn Meta til á fundi með embættismönnum frá Evrópusambandinu og Írlandi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Tilefni þessara tillögu er ný löggjöf Evrópusambandsins um notkun persónupplýsingar fólks, án samþykkis þeirra. New York Times hafði áður sagt frá því að verið væri að skoða að rukka Evrópubúa í skiptum fyrir það að þeir sleppa við auglýsingar. Samkvæmt frétt WSJ snýst tillagan um að bjóða evrópskum notendum kost á því að greiða fyrir samfélagsmiðlana og sjá engar auglýsingar eða greiða ekkert í skiptum fyrir notkun á persónuupplýsingum þeirra til að sýna þeim auglýsingar. Forsvarsmenn Meta ákváðu fyrr á árinu að veita Evrópubúum ekki aðgang að Threads, nýjasta samfélagsmiðli fyrirtækisins, vegna persónuverndarreglna ESB. Sjá einnig: Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Grunngjald þessarar þjónustu á að vera tíu evrur á mánuði fyrir Facebook og Instagram. Sex evrur eiga svo að bætast við fyrir tengda reikninga sem fólk er með. Tíu evrur samsvara um 1.460 krónum. Verðið verður hærra ef greitt það verður greitt í gegnum síma, þar sem Google og Apple taka prósentu af allri sölu í gegnum stýrikerfi þeirra. Gætu viljað ókeypis Facebook og almennar auglýsingar Ekki er komið í ljós hvort ráðamenn muni telja þessa tillögu samræmast nýju lögunum eða ekki. Mögulegt er að þess verði krafist að verðið verði lægra eða ESB gæi jafnvel krafist þess að þjónusta Meta yrði áfram ókeypis og að fyrirtækið sýndi áfram auglýsingar, án þess að stýra þeim með persónuupplýsingum. Samkvæmt heimildum WSJ hafa áðurnefndir embættismenn áhyggjur af því að verðið sé það hátt að fólk sem vilji ekki að persónuupplýsingar þeirra séu notaðar við auglýsingasölu, ráði ekki við að greiða áskriftargjaldið. Forsvarsmenn Meta hafa bent á þjónustu Spotify sér til stuðnings. Tónlistarveitan býður notendum að greiða áskriftargjald í skiptum fyrir það að þurfa ekki að hlusta á auglýsingar milli laga, auk annarra kosta. Þá segja þeir að verðið sé svipað og YouTube rukkar sýna áskrifendur í Evrópu. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Frá upphafi samfélagsmiðla hafa notendur þeirra greitt fyrir aðgang að þeim með persónuupplýsingum sínum. Fyrirtækin nota miðlana til að afla upplýsinga um notendur og selja svo auglýsingar sem hægt er að hnitmiða á tiltekna hópa notenda eftir áhugasviði, aldri, kyni og ýmsu öðru. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Það er talið gefa leyniþjónustum Bandaríkjanna beinan aðgang að þeim upplýsingum. Sjá einnig: ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Undanfarin ár hefur verið tekið upp á því á sífellt fleiri samfélagsmiðlum að selja áskriftarþjónustu. Þetta á við miðla eins og X (áður Twitter), Snapchat og Telegram, svo einhverjir séu nefndir. Þá tilkynnti Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, fyrr á árinu að notendum Facebook og Instagram yrði boðið aðgengi að áskriftarþjónustu þar sem notendur keyptu sér í raun aukið öryggi og aukna dreifingu á færslum þeirra. Sjá einnig: Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Evrópa næst stærsti markaður Meta Auglýsingatekjur Meta og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafa dregist saman á undanförnum árum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að tekjur þeirra af evrópskum notendum hafi verið um það bil 17,88 dalir á hvern notenda Facebook á mánuði. Séu allir miðlar fyrirtækisins teknir inn í reikninginn eru tekjurnar tæpir sex dalir á hvern notenda á mánuði en tölurnar miða við annan ársfjórðung þessa árs. WSJ segir raunverulegar tekjur Meta af notendum innan ESB líklega vera eitthvað hærri, þar sem útgefnar tölur fyrirtækisins eigi við um notendur í löndum eins og Tyrklandi og Rússlandi og þar séu tekjurnar mun minni en innan ESB. Áætlað er að um 258 milljónir manna innan ESB séu virkir notendur Facebook og 257 milljónir noti Instagram reglulega. Susan Li, fjármálastjóri Meta, sagði í apríl að um tíu prósent af veltu fyrirtækisins komi frá Evrópu.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira