Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 12:05 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og formaður VG. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín. Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira