RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 15:50 Sigríður Dögg segir það hart að stöndugasti fjölmiðill landsins, sá sem fái 7 milljarða á ári frá skattgreiðendum, tími ekki að borga sínu fólki samkvæmt kjarasamningi BÍ. Stefán Eiríkisson Útvarpsstjóri er fastur fyrir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sigríður Dögg er jafnframt starfsmaður RÚV þannig að hæg eru heimatökin en þar rekur hún raunir sínar sem í stuttu máli ganga út á að RÚV neitar að greiða dagskrárgerðarmönnum RÚV laun/kjör til samræmis við samninga BÍ. Þetta snýst í stórum dráttum um hið svokallaða „þriggja mánaða-leyfi“ blaðamanna. Snýst um skilgreiningu á hugtakinu blaðamennska Vísir heyrði í Sigríði Dögg og bað hana um að útskýra málið í fáum dráttum: „BÍ hefur nú um nokkurra ára skeið staðið í viðræðum við RÚV fyrir hönd félaga sem eru dagskrárgerðarmenn á RÚV. Þeir hafa hingað til ekki fengið kjör samkvæmt samningi Blaðamannafélagsins. RÚV neitar að skilgreina dagskrárgerðarfólk sem blaðamenn, að þeir séu ekki að vinna sem slíkir,“ segir Sigríður Dögg. Hún telur þetta alveg fráleitan skilning. Og óþolandi að félagsmenn BÍ, sem starfa við þá blaðamennsku sem felst í dagskrárgerð á RÚV búi við lakari kjör en kollegar þeirra sem starfa á fréttadeildinni. „Enda viðgengst það ekki á neinum öðrum fjölmiðli hér á landi. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagskrárgerð er blaðamennska enda felst blaðamennska í söfnun, mati á og miðlun upplýsinga.“ Þeir bara tíma ekki að borga Sigríður Dögg segir það tómt mál að BÍ muni líða að opinber og stöndug stofnun á borð við RÚV skilgreini blaðamennsku með öðrum hætti en blaðamenn sjálfir og svo Hæstiréttur Íslands. „Þetta er ekki bara mál sem snýr að kjörum þessa tiltekna fólks heldur snýr þetta að stéttinni allri; að stærsti og efnaðasti fjölmiðill landsins hafi annan skilning á því hvað felst í hugtakinu blaðamennska. Sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem staða fagsins og stéttarinnar allrar þar sem sótt er að stéttinni og faginu úr öllum áttum.“ Tíma þeir ekki að borga? „Nei, það er bara það.“ Sigríður Dögg segir Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra bera alla ábyrgð á þvermóðsku stofnunarinnar en hún hefur einkum átt í samskiptum við lögmann RÚV, fyrir hönd hans. Í mörgum tilfellum er um að ræða gamalkunna blaðamenn á borð við Sunnu Valgerðardóttur, Önnu Marsibil, Guðna Tómasson og Guðrúnu Hálfdánardóttur, svo einhver dæmi séu nefnd. Sigríður Dögg segir sárt til þess að vita að stofnun sem fær 7 milljarða á ári sé svo eini fjölmiðillinn sem harðneitar að borga blaðamönnum samkvæmt kjarasamningi.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Félagasamtök Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira