„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Þorvaldur Þórðarson er einn helsti eldfjallafræðingur landsins. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23