Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 10:50 Unga fólkið var mætt í dómsal í morgun. AP/Jean-Francois Badias Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent