Innlent

Snyrti­fræðingar vilja reglu­gerð frá ráðu­neytinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Umfjöllun Kompás hefur vakið mikla athygli.
Umfjöllun Kompás hefur vakið mikla athygli. Vísir/Getty

Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga gerir al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð af því tagi sem lýst er í sjón­varps­þættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ó­fag­lærðir sinna fegrunar­með­ferðum með fylli­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Greint var frá því í frétta­skýringa­þættinum Kompási sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld að efni til þess að leysa upp vara­fyllingar eru notuð á ó­lög­mætan hátt á snyrti­stofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með slík efni stjórn­lausan og segist óttast að illa geti farið.

„Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga vill af gefnu til­efni vegna um­fjöllunar Stöðvar 2 um í­sprautanir með fylli­efnum benda á að slíkt er ekki hluti af því sem fag­lærðir snyrti­fræðingar innan Fé­lags ís­lenskra snyrti­fræðinga starfa við,“ segir í til­kynningu frá fé­laginu.

Þar segir að innan fé­lagsins séu fag­lærðir snyrti­fræðingar, sem sé trygging fyrir fag­mennsku, gæðum, öryggi og neyt­enda­vernd. Fé­lagið geri al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð sem lýst var í Kompási.

„Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga deilir á­hyggjum húð- og lýta­lækna og hvetur heil­brigðis­ráðu­neytið til að setja reglu­gerð hér­lendis um með­ferðir með fylli­efni til að tryggja öryggi neyt­enda.“

Fé­lagið segist fagna um­ræðunni um í­sprautanir með fyllefnum, enda verði það til þess að vekja at­hygli á mikil­vægi þess að slíkar með­ferðir séu í höndum fag­fólks sem geti á­byrgst gæði og fag­mennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×