Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 19:46 Varasamasta stað Litla Hrauns er ekki að finna innan veggja fangelsisins, heldur í porti utandyra þar sem fangar geta átt von á því að rekast á hvorn annan hvenær sem er. Vísir/Arnar Halldórsson Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta. Ánægður með ríkistjórnina, dómsmálaráðherra og ráðuneytið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Ástæða kátínunnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir og stórtækar umbætur í fangelsismálum sem dómsmálaráðherra boðaði í morgun. Páll segir núverandi umhverfi ömurlegt á Litla Hrauni. Á næstu árum mun nýtt fangelsi rísa í stað þess og aðstæður bæði fanga og starfsfólks batna til mikilla muna. „Fangar munu finna þann mun að þeir munu dvelja í öruggu umhverfi. Það verður erfiðara að dæla fíkniefnum um nýtt fangelsi. Starfsfólkið mun upplifa vinnuumhverfi sem verður mun betra og jafnvel frábært. Aðstaðan hér er til skammar,“ segir Páll. Í morgun var boðað til blaðamannafundar þar sem framkvæmdirnar voru kynntar. Að fundinum loknum var gestum boðið að skoða aðstæðurnar á Litla Hrauni. Brot úr þeirri heimsókn má sjá í fréttinni hér að ofan, en gestum var meðal annars boðið að skoða gamla fangaklefa sem breytt hefur verið í heimsóknarherbergi og skrifstofur sérfræðinga. Óhætt er að segja að aðstæðurnar séu ekki upp á marga fiska. Bakrunnsskoðanir á iðnaðarmönnum Aðspurður um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á daglegt líf á Litla Hrauni, segir Páll að næstu vikur fari í að huga að því. „Það gæti orðið svolítið verkefni. Það verður fjör og nóg um að vera. En ég vona að aðbúnaðurinn verði þolanlegur fyrir alla, sérstaklega þegar fólk veit að þetta tekur enda.“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi í stað Litla Hrauns, en Páll segir iðnaðarmenn ekki geta hagað sér eins og þeir séu að byggja venjulegt hús í iðnaðarhverfi.Vísir/Arnar Halldórsson Framkvæmdir inni á fangelsissvæði geta verið flóknar í framkvæmd. Páll segir að gripið verði til öryggisráðstafanna og bakrunnsskoðanir gerðar á iðnaðarmönnum. „Fólk getur ekki hagað sér eins og það sé að byggja venjulegt hús í íbúðarhverfi. Það er mjög sterkur stjóri sem var ráðinn af framkvæmdasýslunni til að stýra kerfinu, hann hefur gert það mjög vel hingað til og ég veit að hann gerir það áfram.“ Þá segir Páll að hugsanlega verði einhver verkefni tengd framkvæmdunum sem fangarnir geti tekið þátt í, þrátt fyrir að hann eigi síður von á því. Það muni koma í ljós. Verður vonandi betra en Hólmsheiði Páll segir að útlit nýja fangelsisins muni líklega svipa til fangelsisins á Hólmsheiði en hann vonist til að hið nýja verði ennþá betra. Þungar stálhurðar valda miklum hávaða sem geta valdið föngum sálrænum skaða, að sögn forstöðumanns Litla Hrauns. Slíkar hurðar verða ekki í nýju fangelsi. Vísir/Vilhelm „Það verður allavega ekki þannig þegar þú kemur þarna inn að þér líði eins og lífið sé búið. Það verður ekki stál, allt grjóthart og andstyggilegt. Það verður að taka mið af nútímaþekkingu, að umhverfi skipti máli upp á líðan. Umhverfið á að vera þannig að það sé sem minnst þrúgandi og andstyggilegt, eins og það er hér á Litla hrauni. Þá muni þau læra af ákveðnum mistökum sem voru gerð á Hólmsheiði, smávægilegum mistökum eins og breidd ganga. Svo eitthvað varðandi val á öryggisbúnað sem ég ætla nú ekki að gefa of mikið upp um, en við ætlum að læra engu af síður af því. „Torgið“ alræmda Í lok heimsóknar var komið við á „Torginu,“ sem að sögn Páls er hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni. Þar geta fangar átt von á því að rekast á hvorn annan, sem er ekki alltaf heppilegt. „Þeir eiga erindi hér í skóla, í þvottahús, í verslun og svo framvegis, þannig þeir eru að koma úr öllum húsunum og úr öllum áttum. Þannig þetta er staðurinn sem er hvað hættulegastur, þar sem koma til árekstrar, og það gerist mjög reglulega. Þetta leysir húsið ekki fyrir okkur en nýtt hús mun gera það,“ segir Páll. Með betri aðgangsstýringu? „Allt annarri aðgangsstýringu, mjög svipað eins og þetta er á Hólmsheiði. Þar erum við ekki í þessum vandræðum.“ Torgið alræmda má sjá í myndbandinu hér að neðan. Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta. Ánægður með ríkistjórnina, dómsmálaráðherra og ráðuneytið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Ástæða kátínunnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir og stórtækar umbætur í fangelsismálum sem dómsmálaráðherra boðaði í morgun. Páll segir núverandi umhverfi ömurlegt á Litla Hrauni. Á næstu árum mun nýtt fangelsi rísa í stað þess og aðstæður bæði fanga og starfsfólks batna til mikilla muna. „Fangar munu finna þann mun að þeir munu dvelja í öruggu umhverfi. Það verður erfiðara að dæla fíkniefnum um nýtt fangelsi. Starfsfólkið mun upplifa vinnuumhverfi sem verður mun betra og jafnvel frábært. Aðstaðan hér er til skammar,“ segir Páll. Í morgun var boðað til blaðamannafundar þar sem framkvæmdirnar voru kynntar. Að fundinum loknum var gestum boðið að skoða aðstæðurnar á Litla Hrauni. Brot úr þeirri heimsókn má sjá í fréttinni hér að ofan, en gestum var meðal annars boðið að skoða gamla fangaklefa sem breytt hefur verið í heimsóknarherbergi og skrifstofur sérfræðinga. Óhætt er að segja að aðstæðurnar séu ekki upp á marga fiska. Bakrunnsskoðanir á iðnaðarmönnum Aðspurður um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á daglegt líf á Litla Hrauni, segir Páll að næstu vikur fari í að huga að því. „Það gæti orðið svolítið verkefni. Það verður fjör og nóg um að vera. En ég vona að aðbúnaðurinn verði þolanlegur fyrir alla, sérstaklega þegar fólk veit að þetta tekur enda.“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi í stað Litla Hrauns, en Páll segir iðnaðarmenn ekki geta hagað sér eins og þeir séu að byggja venjulegt hús í iðnaðarhverfi.Vísir/Arnar Halldórsson Framkvæmdir inni á fangelsissvæði geta verið flóknar í framkvæmd. Páll segir að gripið verði til öryggisráðstafanna og bakrunnsskoðanir gerðar á iðnaðarmönnum. „Fólk getur ekki hagað sér eins og það sé að byggja venjulegt hús í íbúðarhverfi. Það er mjög sterkur stjóri sem var ráðinn af framkvæmdasýslunni til að stýra kerfinu, hann hefur gert það mjög vel hingað til og ég veit að hann gerir það áfram.“ Þá segir Páll að hugsanlega verði einhver verkefni tengd framkvæmdunum sem fangarnir geti tekið þátt í, þrátt fyrir að hann eigi síður von á því. Það muni koma í ljós. Verður vonandi betra en Hólmsheiði Páll segir að útlit nýja fangelsisins muni líklega svipa til fangelsisins á Hólmsheiði en hann vonist til að hið nýja verði ennþá betra. Þungar stálhurðar valda miklum hávaða sem geta valdið föngum sálrænum skaða, að sögn forstöðumanns Litla Hrauns. Slíkar hurðar verða ekki í nýju fangelsi. Vísir/Vilhelm „Það verður allavega ekki þannig þegar þú kemur þarna inn að þér líði eins og lífið sé búið. Það verður ekki stál, allt grjóthart og andstyggilegt. Það verður að taka mið af nútímaþekkingu, að umhverfi skipti máli upp á líðan. Umhverfið á að vera þannig að það sé sem minnst þrúgandi og andstyggilegt, eins og það er hér á Litla hrauni. Þá muni þau læra af ákveðnum mistökum sem voru gerð á Hólmsheiði, smávægilegum mistökum eins og breidd ganga. Svo eitthvað varðandi val á öryggisbúnað sem ég ætla nú ekki að gefa of mikið upp um, en við ætlum að læra engu af síður af því. „Torgið“ alræmda Í lok heimsóknar var komið við á „Torginu,“ sem að sögn Páls er hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni. Þar geta fangar átt von á því að rekast á hvorn annan, sem er ekki alltaf heppilegt. „Þeir eiga erindi hér í skóla, í þvottahús, í verslun og svo framvegis, þannig þeir eru að koma úr öllum húsunum og úr öllum áttum. Þannig þetta er staðurinn sem er hvað hættulegastur, þar sem koma til árekstrar, og það gerist mjög reglulega. Þetta leysir húsið ekki fyrir okkur en nýtt hús mun gera það,“ segir Páll. Með betri aðgangsstýringu? „Allt annarri aðgangsstýringu, mjög svipað eins og þetta er á Hólmsheiði. Þar erum við ekki í þessum vandræðum.“ Torgið alræmda má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52