Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:35 Magnús Már Einarsson fer með Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vísir/arnar Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum. Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum.
Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31