Gríðarlegur uppgangur vinni gegn verðbólguhjöðnun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. september 2023 20:18 Eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð er farið að bera á að greiðslubyrði heimilanna sé farin að þyngjast. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gríðarlegur uppgangur í íslenska hagkerfinu vinni að nokkru leyti gegn verðbólguhjöðnun. Hagvöxtur sé góður á evrópskan mælikvarða en baráttan við verðbólguna verði áfram sársaukafull. Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ásgeir fór yfir stöðu lántakenda í Reykjavík síðdegis í dag en fjallað var um það í vikunni að greiðslubyrði heimilanna hafi þyngst þrátt fyrir töluverðar stýrivaxtahækkanir síðustu mánuði. Þá hefur seðlabankastjóri hvatt lántakendur til að skoða lánsmöguleika, mögulega blanda lánum og fara í eitthvað verðtryggt. Fyrir nokkrum misserum ráðlagði hann fólki að forðast verðtryggð lán, en Ásgeir segir forsendur breytast hratt í mikilli verðbólgu. Hann telur horfurnar góðar en segir að enn sé þörf á töluverðu aðhaldi. „Verðbólga hefur verið mjög þrálát, enda er gríðarlegur þrýstingur til staðar. Það sem að skiptir kannski máli er að hagkerfið er í þokkalegu jafnvægi. Ef við lítum til dæmis á utanríkisviðskiptin, það er ekki viðskiptahalli. Við erum að halda fjármálakerfinu í skefjum. Við sjáum merki um það að það er verið að draga úr útlánum. Miðað við það sem er í gangi þá var sjö eða átta prósent hagvöxtur á síðasta ári, gríðarlegur uppgangur á mörgum sviðum, gríðarleg aukning í eftirspurn.“ Ásgeir telur stýrivaxtahækkanirnar virka vel og tekur aukinn sparnað almennings sem dæmi. Innlánsvextir hafi enda hækkað töluvert. „Fólk er að leggja peningana sína í bankann. Við sjáum þegar áhrif á einkaneysluna. Þannig að beiting peningastefnunnar er að ganga mjög vel en hún er sársaukafull. Og það sem við erum að eiga við – aðrar þjóðir í Evrópu eru til dæmis ekki með álíka hagvöxt og við. Margar þjóðir eru í raun með hálfgerðan samdrátt. Það er bara mikill uppgangur hjá okkur.“ Er uppgangurinn að vinna gegn okkur? „Gegn og ekki gegn, já. Það hefur náttúrulega áhrif á verðbólguna og svo náttúrulega eru hlutir – síðustu kjarasamningar. Íslenskir launþegar eru þeir eini í Evrópu sem hafa ekki fengið lægri kaupmátt. Á síðasta ári gekk mjög svipuð verðbólga yfir alla Evrópu, lækkaði kaupmátt heimilanna þar en gerði það ekki hér. Síðustu kjarasamningar voru tiltölulega háir, kannski níu eða tíu prósent launahækkanir. Þannig að það munar náttúrulega gríðarlega mikið líka,“ segir Ásgeir. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11 „Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. 21. september 2023 14:11
„Mun taka tíma“ að byggja upp heimamarkað fyrir ótryggðar útgáfur bankanna Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum. 21. september 2023 10:13
„Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. 20. september 2023 20:00