Handbolti

Risa­slagur í fyrstu um­ferð Powera­de-bikarsins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lið ÍBV og Hauka drógust saman í kvennaflokki.
Lið ÍBV og Hauka drógust saman í kvennaflokki.

Dregið var í Powerade-bikar karla og kvenna í handknattleik í dag. Í kvennaflokki verður stórleikur strax í fyrstu umferð og þá verða tveir Olís-deildar slagir karlamegin.

Handknattleikstímabilið er komið af stað og í dag var dregið í 16-liða úrslit Powerade-bikars kvenna sem og í 32-liða úrslit karlamegin. Bæði karla- og kvennamegin eru lið sem sitja hjá í fyrstu umferðinni en þó eru framundan nokkrir áhugaverðir leikir.

Stærsti leikurinn er án efa leikur Hauka og ÍBV í kvennaflokki. Liðin mættust í æsispennandi undanúrslitaeinvígi í Olís-deildinni á síðustu leiktíð þar sem ÍBV hafði betur. Eyjakonur töpuðu síðan í úrslitaeinvígi gegn Val.

ÍBV vann 29-21 sigur á Haukum þegar liðin mættust í Eyjum á laugardag.

Stjarnan tekur á móti Aftureldingu í úrvalsdeildarslag en Íslandsmeistarar Vals sitja hjá í fyrstu umferð.

16-liða úrslit Powerade-bikars kvenna

Haukar - ÍBV

HK - FH

Selfoss - Fram

Stjarnan - Afturelding

Berserkir - Þór/KA

Víkingur - ÍR

Fjölnir - Grótta

Leikirnir fara fram þriðjudaginn 24. og miðvikudaginn 25. október.

Í karlaflokki var einnig dregið en aðeins fjórar viðureignir fara fram í fyrstu umferð Powerade bikarsins. Fjölnir fer vestur á Ísafjörð og mætir Vestra og þá verða tveir úrvalsdeildarslagir þegar Grótta og Fram mætast og einnig í viðureign KA og Víkinga.

ÍBV, Valur, Afturelding, Þór, Stjarnan, Selofss, Víðir, ÍH, Haukar, ÍR og ÍBV B sitja öll hjá og verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit Powerade-bikars karla

Grótta - Fram

KA - Víkingur

Hvíti riddarinn - HK

Fjölnir - Hörður

Leikirnir fara fram um aðra helgi, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×