Umfjöllun og viðtal: KA - Keflavík 4-2 | Engin bikarþynnka hjá Norðanmönnum Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 18:07 Frá leik KA í sumar Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík í fyrstu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Akureyri í dag. KA komst í 2-0 eftir nokkrar mínútur en Keflvíkingar sóttu á í seinni hálfleik og hefðu vel getað jafnað leikinn. KA setti þó fjórða markið í lokin og þar við sat. Keflavík er átta stigum frá öruggu sæti og þarf á kraftaverki að halda til að falla ekki en KA er áfram í sjöunda og efsta sæti neðri hlutans. Strax á þriðju mínútu leiksins kom Jakob Snær Árnason heimamönnum yfir þegar hann kláraði færi sitt vel eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Hallgrími Mar. Einungis þremur mínútum síðar átti Harley Williard frábæra utanfótar sendingu á milli varnarmanna Keflavíkur þar sem Hallgrímur Mar var mættur einn gegn Rosenorn í markinu og skilaði knettinum laglega í netið. Staðan 2-0 fyrir KA á innan við sex mínútum. Eftir rúman stundarfjórðung mátti engu muna að Hallgrímur Mar kæmi KA í 3-0 forystu en Rosenorn í marki gestanna bjargaði því þegar hann varði skot Hallgríms frá markteignum. Keflvíkingar vöknuðu loks til lífsins eftir tæpar 18 mínútur. Magnús Þór átti langa sendingu úr öftustu línu upp hægri kantinn þar sem Axel Ingi var mættur á fullri ferð að taka við boltanum og setti hann inn á teig þar sem Ísak Daði skilaði boltanum í markið og minnkaði muninn í 2-1. Á 24. mínútu setti Hrannar Björn boltann upp hægri kantinn þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var mættur í hlaupið og var kominn alla leið við hlið vítateigsins þegar hann virðist reyna fasta og háa fyrirgjöf fyrir markið sem endar hins vegar með því að boltinn fer yfir Rosenorn í markinu og syngur í netinu. Ótrúlegt mark og KA aftur komið í tveggja marka forystu. Litlu mátti muna að Keflavík minnkaði muninn aftur örfáum mínútum seinna en Steinþór Már varði frá Ísaki Daða áður en Sami Kamel átti skot í varnarmann sem stóð fyrir annars opnu marki. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og nánast í næstu sókn tæklaði Jakob Snær boltann í stöngina eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni. Síðari hálfleikur var vart farinn af stað þegar Keflvíkingar höfðu komið boltanum í netið. Sami Kamel tók aukaspyrnu frá vinstri inn á teig þar sem Nacho Heras vann Dusan Brkovic í loftinu og stangaði boltann í netið. Staðan 3-2. Keflvíkingar komu ákveðnir út í síðari hálfleik og stuttu seinna mátti engu muna að Sami Kamel jafnaði leikinn eftir mistök hjá Steinþór í markinu þegar hann var að spila út frá marki. Leikurinn var áfram opinn og bæði lið fengu nokkur færi og fóru Keflvíkingar meðal annars tvisvar sinnum illa að ráði sínu í stórhættulegum skyndisóknum þar sem þeir voru í yfirtölu. Það átti eftir að koma í bakið á þeim því að á 88. mínútu gulltryggði Hallgrímur Mar KA stigin þrjú þegar hann skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Pætri Petersen. Lokatölur 4-2 fyrir KA. Af hverju vann KA? KA byrjaði leikinn miklu betur og var komið í tveggja marka forystu eftir nokkrar mínútur. Það var erfitt fyrir Keflavík að koma til baka eftir það en það mátti ekki miklu muna að jöfnunarmark kæmi í seinni hálfleik. Það kom þó ekki og KA bætti við marki í staðinn. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að byrja fyrri hálfleik og KA gekk illa að byrja seinni hálfleik. Einfalt. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Jakob Snær skoraði eitt mark og var öflugur í sóknarleiknum og vinnusamur sem endranær. Hjá Keflavík var Ísak Daði Ívarsson öflugur og skoraði eitt mark. Sami Kamel lagði upp eitt eins og Axel Ingi Jóhannesson og áttu þeir báðir fínan leik. Hvað gerist næst? KA mætir Fylki í Árbænum 24. september kl. 17:00. Sama dag fær Keflavík HK í heimsókn kl. 14:00. „Eins og við höfum ekki verið komnir út úr rútunni fyrr en í seinni hálfleik“ Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var missáttur með leik sinna manna í dag eftir 4-2 tap gegn KA á útivelli. „Við komum hingað keyrandi með rútu og það er eins og við höfum ekki verið komnir út úr rútunni fyrr en í seinni hálfleik þannig að við getum náttúrulega ekki byrjað fótboltaleik svona með því að lenda undir 2-0 og gefa þeim tvö mörk í forskot í byrjun leiks, það gengur ekki upp“, sagði Haraldur en KA var komið í 2-0 forystu eftir 6 mínútna leik. Hvað veldur því að liðin mætir svona til leiks? „Ég veit ekki alveg hvað veldur því en þetta er engin leið til þess að byrja fótboltaleik. Mér finnst við allavega svara fyrir okkur í seinni hálfleik og það kemur allt önnur orka og allt annað lið út í seinni hálfleik. Mér fannst við talsvert betri og náum að gera 3-2 snemma og eigum í rauninni að jafna leikinn finnst mér, fáum færi til þess.“ Keflavík var ívið betri aðilinn í seinni hálfleik og fóru m.a. tvær skyndisóknir í súginn þar sem frábærar stöður mynduðust. „Alltaf ósáttur að við náum ekki að skora þegar við búum til færi eða stöður. Muhamed [Alghoul] kemst einn á móti markmanni og vill fá víti, ég á eftir að sjá það aftur, en hann á náttúrulega bara að skjóta á markið og klára færið sitt. Svo fáum við einhver tvö, þrjú í viðbót þannig það var klárlega móment með okkur þar sem mér fannst við geta jafnað leikinn.“ „Jákvætt er seinni hálfleikurinn og spilamennskan og orkustigið. Ég held að liðið eigi einhverjar 15 mínútur í seinni hálfleik þangað til að KA fer yfir okkar helming og það er mjög gott þannig það er bara að taka það með sér í næsta leik, það er stutt í næsta leik á sunnudaginn, fáum HK heima“, bætti Haraldur við. Keflavík er 8 stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar. Það er tölfræðilegur möguleiki að liðið haldi sér uppi en telur Haraldur möguleikann í raun vera einhvern þrátt fyrir það? „Það er alltaf möguleiki meðan það er enn þá tölfræðilegur möguleiki. Það er bara áfram gakk, næsti leikur, það er HK á sunnudaginn og við verðum að reyna kreista út þrjá punkta þar.“ Besta deild karla KA Keflavík ÍF
KA vann 4-2 sigur á Keflavík í fyrstu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Akureyri í dag. KA komst í 2-0 eftir nokkrar mínútur en Keflvíkingar sóttu á í seinni hálfleik og hefðu vel getað jafnað leikinn. KA setti þó fjórða markið í lokin og þar við sat. Keflavík er átta stigum frá öruggu sæti og þarf á kraftaverki að halda til að falla ekki en KA er áfram í sjöunda og efsta sæti neðri hlutans. Strax á þriðju mínútu leiksins kom Jakob Snær Árnason heimamönnum yfir þegar hann kláraði færi sitt vel eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Hallgrími Mar. Einungis þremur mínútum síðar átti Harley Williard frábæra utanfótar sendingu á milli varnarmanna Keflavíkur þar sem Hallgrímur Mar var mættur einn gegn Rosenorn í markinu og skilaði knettinum laglega í netið. Staðan 2-0 fyrir KA á innan við sex mínútum. Eftir rúman stundarfjórðung mátti engu muna að Hallgrímur Mar kæmi KA í 3-0 forystu en Rosenorn í marki gestanna bjargaði því þegar hann varði skot Hallgríms frá markteignum. Keflvíkingar vöknuðu loks til lífsins eftir tæpar 18 mínútur. Magnús Þór átti langa sendingu úr öftustu línu upp hægri kantinn þar sem Axel Ingi var mættur á fullri ferð að taka við boltanum og setti hann inn á teig þar sem Ísak Daði skilaði boltanum í markið og minnkaði muninn í 2-1. Á 24. mínútu setti Hrannar Björn boltann upp hægri kantinn þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var mættur í hlaupið og var kominn alla leið við hlið vítateigsins þegar hann virðist reyna fasta og háa fyrirgjöf fyrir markið sem endar hins vegar með því að boltinn fer yfir Rosenorn í markinu og syngur í netinu. Ótrúlegt mark og KA aftur komið í tveggja marka forystu. Litlu mátti muna að Keflavík minnkaði muninn aftur örfáum mínútum seinna en Steinþór Már varði frá Ísaki Daða áður en Sami Kamel átti skot í varnarmann sem stóð fyrir annars opnu marki. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og nánast í næstu sókn tæklaði Jakob Snær boltann í stöngina eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni. Síðari hálfleikur var vart farinn af stað þegar Keflvíkingar höfðu komið boltanum í netið. Sami Kamel tók aukaspyrnu frá vinstri inn á teig þar sem Nacho Heras vann Dusan Brkovic í loftinu og stangaði boltann í netið. Staðan 3-2. Keflvíkingar komu ákveðnir út í síðari hálfleik og stuttu seinna mátti engu muna að Sami Kamel jafnaði leikinn eftir mistök hjá Steinþór í markinu þegar hann var að spila út frá marki. Leikurinn var áfram opinn og bæði lið fengu nokkur færi og fóru Keflvíkingar meðal annars tvisvar sinnum illa að ráði sínu í stórhættulegum skyndisóknum þar sem þeir voru í yfirtölu. Það átti eftir að koma í bakið á þeim því að á 88. mínútu gulltryggði Hallgrímur Mar KA stigin þrjú þegar hann skilaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Pætri Petersen. Lokatölur 4-2 fyrir KA. Af hverju vann KA? KA byrjaði leikinn miklu betur og var komið í tveggja marka forystu eftir nokkrar mínútur. Það var erfitt fyrir Keflavík að koma til baka eftir það en það mátti ekki miklu muna að jöfnunarmark kæmi í seinni hálfleik. Það kom þó ekki og KA bætti við marki í staðinn. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að byrja fyrri hálfleik og KA gekk illa að byrja seinni hálfleik. Einfalt. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Jakob Snær skoraði eitt mark og var öflugur í sóknarleiknum og vinnusamur sem endranær. Hjá Keflavík var Ísak Daði Ívarsson öflugur og skoraði eitt mark. Sami Kamel lagði upp eitt eins og Axel Ingi Jóhannesson og áttu þeir báðir fínan leik. Hvað gerist næst? KA mætir Fylki í Árbænum 24. september kl. 17:00. Sama dag fær Keflavík HK í heimsókn kl. 14:00. „Eins og við höfum ekki verið komnir út úr rútunni fyrr en í seinni hálfleik“ Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var missáttur með leik sinna manna í dag eftir 4-2 tap gegn KA á útivelli. „Við komum hingað keyrandi með rútu og það er eins og við höfum ekki verið komnir út úr rútunni fyrr en í seinni hálfleik þannig að við getum náttúrulega ekki byrjað fótboltaleik svona með því að lenda undir 2-0 og gefa þeim tvö mörk í forskot í byrjun leiks, það gengur ekki upp“, sagði Haraldur en KA var komið í 2-0 forystu eftir 6 mínútna leik. Hvað veldur því að liðin mætir svona til leiks? „Ég veit ekki alveg hvað veldur því en þetta er engin leið til þess að byrja fótboltaleik. Mér finnst við allavega svara fyrir okkur í seinni hálfleik og það kemur allt önnur orka og allt annað lið út í seinni hálfleik. Mér fannst við talsvert betri og náum að gera 3-2 snemma og eigum í rauninni að jafna leikinn finnst mér, fáum færi til þess.“ Keflavík var ívið betri aðilinn í seinni hálfleik og fóru m.a. tvær skyndisóknir í súginn þar sem frábærar stöður mynduðust. „Alltaf ósáttur að við náum ekki að skora þegar við búum til færi eða stöður. Muhamed [Alghoul] kemst einn á móti markmanni og vill fá víti, ég á eftir að sjá það aftur, en hann á náttúrulega bara að skjóta á markið og klára færið sitt. Svo fáum við einhver tvö, þrjú í viðbót þannig það var klárlega móment með okkur þar sem mér fannst við geta jafnað leikinn.“ „Jákvætt er seinni hálfleikurinn og spilamennskan og orkustigið. Ég held að liðið eigi einhverjar 15 mínútur í seinni hálfleik þangað til að KA fer yfir okkar helming og það er mjög gott þannig það er bara að taka það með sér í næsta leik, það er stutt í næsta leik á sunnudaginn, fáum HK heima“, bætti Haraldur við. Keflavík er 8 stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar. Það er tölfræðilegur möguleiki að liðið haldi sér uppi en telur Haraldur möguleikann í raun vera einhvern þrátt fyrir það? „Það er alltaf möguleiki meðan það er enn þá tölfræðilegur möguleiki. Það er bara áfram gakk, næsti leikur, það er HK á sunnudaginn og við verðum að reyna kreista út þrjá punkta þar.“
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“