Hugar að andlega þættinum fyrir umspilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 11:00 Magnús Már Einarsson ætlar sér með Aftureldingu upp í efstu deild. Vísir/arnar Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar segir að það sé mikil trú í leikmannahópi liðsins fyrir komandi umspil um laust sæti í Bestudeildinni. Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“ Lengjudeild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“
Lengjudeild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira