Innlent

Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitt­hvað ó­lög­legt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu.
Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu.

Fjöl­skylda Magnúsar Kristins Magnús­sonar í­hugar nú að fara út til Dóminíska lýð­veldisins til að halda á­fram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis.

Rann­veig Karls­dóttir, systir Magnúsar, segir fjöl­skylduna loks hafa fengið það stað­fest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnu­dag til Frankfurt.

Fram kom í um­fjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. 

Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. 



„Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rann­veig en í gær var greint frá því í fjöl­miðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. 

Rann­veig segir marga, bæði hér­lendis og í Dóminíska lýð­veldinu, hafa haft sam­band frá því og viljað að­stoða þau.

„Við fréttum frá konu sem fór að at­huga málið að far­angurinn hans væri enn á flug­vellinum,“ segir Rann­veig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið stað­fest eftir neinum opin­berum leiðum.

„En far­angurinn virðist vera enn á flug­vellinum.“

Líklegt að einhver fari út

Spurð hvort að fjöl­skyldan sé á leið út segir Rann­veig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjöl­skyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upp­lýsingar. Þó vitað sé að auð­veldara sé að fá þær á staðnum.

„Ó­neitan­lega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjar­stýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ó­lík­legt að eitt­hvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá til­finningu fyrir staðnum,“ segir Rann­veig.

Fór í spilavíti og skemmti sér

Hún segir að þau viti enn lítið um til­gang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spila­víti og verið að skemmta sér.

„Það kom okkur mjög á ó­vart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo ein­hverja hug­mynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitt­hvað ó­lög­legt eða eitt­hvað rugl. Það er auð­vitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rann­veig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig við­skipta.

Erfitt að sitja aðgerðarlaus

Rann­veig segir líðanina ekki góða og fjöl­skylduna í raun ör­magna.

„Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auð­vitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa sam­band við borgar­þjónustu og lög­reglu, en það er erfitt að sitja að­gerðar­laus,“ segir Rann­veig og að margir hafi haft sam­band eftir fréttirnar í gær.

Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitt­hvað ó­lög­legt

„Við erum að vona að þetta hreyfi við ein­hverjum. Ein­hver hafi séð hann eða viti eitt­hvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsan­lega verið.“

Hún segir fjöl­skylduna einnig hafa verið í sam­bandi við fjöl­miðla ytra og að það séu væntan­lega greinar í fjöl­miðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. 

Magnús Krist­inn er fædd­ur árið 1987, um það bil 185 sentí­­metr­ar á hæð, grann- og í­þrótta­­manns­­lega vax­inn. Hann er með grá­blá augu, dökk­hærður, mjög snögg­­klippt­ur og með dökka skeg­grót.

Hafi fólk upp­lýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa sam­band við annað hvort lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rann­veigu Karls­dóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Face­book hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×