„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 21:01 Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa búsetuúrræði líkt og hjólhýsi. Vísir/Arnar Halldórsson Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér. Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér.
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira