Innlent

Hefur 111 sinnum komið við sögu lög­reglu en fer ekki í nálgunar­bann

Jón Þór Stefánsson skrifar
Landsréttur ákvarðaði að varhugavert væri að úrskurða manninn í nálgunarbann vegna heimsókna hans til fyrrverandi eiginkonu og foreldra hennar.
Landsréttur ákvarðaði að varhugavert væri að úrskurða manninn í nálgunarbann vegna heimsókna hans til fyrrverandi eiginkonu og foreldra hennar. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skuli sæta nálgunarbanni.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður staðfest nálgunarbannið. Í úrskurði dómstólsins kom fram að maðurinn hefði á þessu ári komið við sögu lögreglu í 111 málum hjá lögreglu. Oft hafi það verið vegna þess að koma honum út af stöðum þar sem hann var óvelkominn.

Þá væri hann til rannsókna í nítján málum, meðal annars grunaður um brot á lögreglusamþykkt, vopnalagabrot, hótanir, þjófnað, húsbrot, fíkniefnabrot, eignaspjöll og kynferðislega áreitni.

Nálgunarbannið var sem átti að vara í sex mánuði, en það var gagnvart fyrrverandi eiginkonu mannsins. Sambúð þeirra lauk árið 2021, en þau skyldu ári síðar. Fram kemur að þau eigi saman tvö ung börn.

Honum var gert að halda sig fjarri lögheimili konunnar og heimili foreldra hennar. Hann á að hafa raskað friði konunnar með því að hafa í nokkur skipti komið á heimili konunnar, og foreldra hennar óboðinn.

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að varhugavert væri að úrskurða manninn í nálgunarbann á grundvelli umræddra heimsókna. Tekið væri tillit til þess að hann hafi aldrei áður verið settur í nálgunarbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×