Fótbolti

Beiðni um nálgunar­bann á Ru­bi­a­­les sam­þykkt

Aron Guðmundsson skrifar
Rubiales er hann mætti fyrir dómara í dag
Rubiales er hann mætti fyrir dómara í dag Vísir/EPA

Beiðni sak­sóknara­em­bættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Ru­bi­a­les, fyrrum for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi sam­band við Jenni Her­mos­o, leik­mann spænska kvenna­lands­liðsins, hefur verið samþykkt

Beiðni saksóknaraembættisins var sett fram í dag þegar að Rubiales mætti fyrir dómara á Spáni en hann er sakaður um kynferðislega áreitni á hendur Hermoso eftir úrslitaleik HM kvenna í fótbolta fyrr í sumar þar sem að hann smellti á hana óumbeðnum rembingskossi á munninn. 

Nú er ljóst að Rubiales má ekki reyna að hafa samband við Hermoso né koma innan við 200 metra fjarlægð frá henni. 

Rubiales neitaði ásökunum á hendur sér fyrir dómara í dag er því er fram kemur í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu á Spáni. Hann heldur því fram að hafa fengið samþykki fyrir kossinum en Hermoso segir Rubiales hafa þvingað sig í hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×