Heldur vart vatni yfir Ísaki sem hefur komið inn af krafti í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 14:30 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Vísir/Getty Óhætt er að segja að íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi náð að heilla þjálfara Fortuna Dusseldorf upp úr skónum á sínum fyrstu mánuðum hjá félaginu. Daniel Thioune, þjálfari liðsins, á erfitt með að skilja hvernig Fortuna hafi náð að krækja í leikmann sem ætti með öllu réttu að vera spila á hærra gæðastigi. Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Sjá meira
Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Sjá meira