Íslensk fátækt - Örlög eða áskapað víti? Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2023 13:00 Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera eða vera ekki er spurning sem margir hafa velt og velta fyrir sér. Þannig eru sumir fátækari en aðrir, líka á Íslandi. En er íslensk fátækt eitthvað öðruvísi en annars staðar, t.d. í Afríku? Já, í þeim heimshluta eru hluti íbúa skilgreindur sem sárafátækur. Íbúar hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 270 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða. Þar ríkir ekki alger skortur á gæðum eins og fæði, fatnaði og húsnæði, svo eitthvað sé nefnt, heldur er fátækt skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykir sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Snýst fátækt þá um örlög eða er þetta áskapað víti? Tugþúsundir eru fátækir á Íslandi En hvað er þessi hópur stór hérlendis? Í nýlegri skýrslu sem gerð var að beiðni Alþingis til forsætisráðherra um áætlaðan samfélagslegan kostnað af fátækt á Íslandi (maí 2023, höf. Halldór S. Guðmundsson o.fl.) kemur fram að á hverjum tíma er allnokkur hópur fólks sem ekki nær endum saman þrátt fyrir að flestir telji að hér sé rekið búsældarlegt velferðarkerfi. Kerfið grípur sem sagt ekki alla. Það getur verið allt frá því að fólk hafi ekki efni á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að kaupa mat, að nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, að vera í tómstundum og að fara í frí svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega kemur þetta niður á börnum þessa hóps þar sem þau fá ekki að njóta gæða sem almennt þykja sjálfsögð. Þessi hópur hleypur sennilega á nokkrum tugþúsundum ef miðað er við ákveðin lágtekjumörk. Það er mun stærri hópur en ég hafði gert mér í hugarlund. Þeir sem eru sérstaklega útsettir fyrir fátækt eru einstæðir, einstæð foreldri, öryrkjar og námsfólk, innflytjendur og í einhverjum tilvikum ellilífeyrisþegar. Félagslegur hreyfanleiki er vissulega til staðar, enda erum við oftast að tala um ,,á hverjum tíma” en það er alltaf einhver hópur sem festist í fátæktargildrum, t.d. á húsnæðismarkaði, vegna menntunarskorts, láglaunastarfa, heilsubrest og svo framvegis. Langvarandi áhrif fátæktar á börn Verðbólga, verðhækkanir sem og himinháir stýrivextir hitta þessa hópa illa fyrir. Það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu. Fjármála- og efnahagsráðherra er hins vegar tíðrætt um áskoranir og á þá við hina hagrænu þætti sem veruleikinn nú snýst um. Hvernig í ósköpunum eiga þessir hópar að takast á við þessar áskoranir? Hafa þeir einhvern sveigjanleika? Eiga þeir einhvern afgang? Það kostar að skulda og vindur yfirleitt margfalt upp á sig og getur orðið að vítahring. Það þarf ekkert að ræða þann forsendubrest sem orðið hefur á svo mörgum samfélagslegum og fjárhagslegum þáttum á síðustu 2-3 árum. Snúast þeir um örlög eða eru þeir áskapað víti? Við ættum að hafa börn í huga í þessari umræðu. Fátækt í æsku getur haft langvarandi áhrif á einstaklinga. Nú er talið að um 10.000 börn búi á heimilum hér á landi sem eru undir fátæktarmörkum. Rannsóknir sýna að nokkurt hlutfall barna sem búa við fátækt muni sjálf vera undir lágtekjumörkum á fullorðinsárum. Það eru væntanlega örlög. Skýrsluhöfundar telja að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. á ári. En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikil umsvif í íslenska hagkerfinu, eins og fjármála- og efnahagsráðherra kallar það hafa leitt til þess að afkoma ríkissjóðs stefnir í að verða 100 milljörðum kr. betri á þessu ári en áætlanir gerður ráð fyrir. Það eru góðar fréttir. Væri ekki ráð að fjárfesta í fólki og útrýma því víti sem fátækt er? Við sem samfélag eigum ekki að líða fátækt í okkar ranni. Við erum svo lánsöm að hafa tæki og tól til að útrýma henni – og pening líka. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun