Ákærður fyrir hundruð milljóna króna skattalagabrot Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 14:27 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu. Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta. Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara, sem Vísir hefur undir höndum, er Sigurður Gísli ásamt HK-68 ehf., áður og hér eftir Sæmarki-Sjóvarafurðum, ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Tók milljarð út úr félaginu Sigurður Gísli er ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur fró Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð samtals 497.228.143 krónur. Vísir fjallaði ítarlega um skattamál Sigurðar Gísla í febrúar síðastliðnum þegar yfirskattanefnd gerði honum að greiða um 488 milljónir króna í tekjuskatt og útsvars vegna umræddra ára. Þvættaði fjármuni í gegnum tvö Panama-félög Þá er Sigurður Gísli ákærður fyrir peningaþvætti á ávinningi skattalagabrotanna tveggja sem hann er ákærður fyrir, með því að hafa látið Sæmark greiða tilhæfulausa gjaldareikninga og rangfæra afsláttarreikninga í bókhald félagsins að fjárhæð samtals 1.290.903.791 króna, í þeim tilgangi að dylja úttektir fjármuna úr félaginu. Í stuttu máli hverfist málið að töluverðu leyti um tvö aflandsfélög, Freezing Point Corp og Fulgas Inc.. Í ákærunni segir að Sigurður Gísli hafi tileinkað sér fjármuni Sæmarks með því að láta rúman milljarð króna renna af reikningum félagsins inn í félögin tvö, sem hann hafi átt í raun og veru. Tveir ákærðir fyrir að hjálpa Auk Sigurðar Gísla sæta tveir menn ákæru í málinu. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn, Magnús Jónsson, er ákærður fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Þá er hann einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við ólögmætum ávinningi af brotum þeirra Sigurðar Gísla á reikning Amber Seafood. Þess er krafist að mennirnir þrír verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að Sæmark verði látið sæta upptöku á á innstæðu að höfuðstól 8.759.477 krónur af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði til að varðveita fjármuni sem voru haldlagðir í desember árið 2017 og 31.486 dollara af sams konar reikningi. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða sex ára fangelsisvist hið mesta.
Skattar og tollar Dómsmál Panama-skjölin Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira