Erlent

Er­­lendir hjálpar­­starfs­­menn létust í stór­skota­liðs­á­rás í Úkraínu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er af byggingu í Irpin í Úkraínu sem illa hefur orðið úti í stórskotaliðsárásum.
Myndin er af byggingu í Irpin í Úkraínu sem illa hefur orðið úti í stórskotaliðsárásum. AP Photo/Jae C. Hong

Tveir hjálparstarfsmenn, annar spænskur og hinn kanadískur, létust í stórskotaliðsárás í Bakhmut í Úkraínu í dag. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega.

Hópur fjögurra hjálparstarfsmanna á vegum hópsins „Road to Relief“ fóru til borgarinnar í dag til að kanna ástand á íbúum í útjaðri borgarinnar. Markmið hópsins er að koma slösuðum á vígstöðvum í öruggt skjól.

Hjálparstarfsmennirnir voru um borð í bíl þegar skotið var á hann. Við árásina valt bíllinn og varð fljótt alelda.

Samtökin greina frá því að Anthony Ihnat frá Kanada hafi dáið í árásinni. Emma Igual frá Spáni lést einnig en Ruben Mawick frá Þýskalandi og Johan Thyr frá Svíþjóð slösuðust alvarlega.

Borgin Bakhmut hefur orðið illa úti í árásum Rússa síðan innrásin hófst í febrúar í fyrra. AP fréttaveitan greinir frá því að Rússar hafi einbeitt sér sérstaklega að höfuðborginni, Kænugarði, í dag og að fimm óbreyttir borgarar hafi slasast í drónaárásum.


Tengdar fréttir

Sextán borgarar féllu í árás Rússa

Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×