Sport

Ítalía missteig sig gegn Norður Makedóníu | Kósóvó og Sviss gerðu dramatískt jafntefli

Andri Már Eggertsson skrifar
Norður Makedónía og Ítlaía gerðu jafntefli
Norður Makedónía og Ítlaía gerðu jafntefli Vísir/Getty

Jafntefli var niðurstaðan í síðustu þremur leikjum kvöldsins í undankeppni EM. 

Ítalía gerði jafntefli gegn Norður Makedóníu í C-riðli. Ciro Immobile skoraði á 47. mínútu. Allt benti til þess að Ítalía væri að fara taka stigin þrjú en Enis Bardhi jafnaði á 81. mínútu og tryggði heimamönnum stig.

Norður Makedónía og Ítalía eru bæði með 4 stig í riðlinum en Norður Makedónía hefur spilað leik meira.

 

Í I-riðli gerðu Kósóvó og Sviss 2-2 jafntefli. Remo Freuler kom Sviss yfir á 14. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik jafnaði Vedat Muriqi en Amir Rrahmani varð síðan fyrir því óláni að gera sjálfsmark. 

Allt benti til þess að Sviss myndi taka stigin þrjú en Vedat skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og tryggði Kósóvó stig

Rúmenía og Ísrael gerðu 1-1 jafntefli. Framherjinn, Denis Alibec, kom Rúmenum yfir um miðjan fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik. Oscar Gloukh jafnaði þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki.

Rúmenía og Ísrael eru í harðri baráttu um annað sætið í I-riðli og eftir fimm leiki munar aðeins einu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×