Viðskipti innlent

Berlin yfir­gefur bensín­stöðina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Reiðhjólaverslunin flutti ekki langt.
Reiðhjólaverslunin flutti ekki langt. Bent Marinósson

Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá.

,,Húsnæðið í gömlu bensínstöðinni á Háaleitisbrautinni var orðið of lítið fyrir okkur og þótt að sú staðsetning hafi verið skemmtileg þá erum við að fara stutt frá í enn betra og stærra húsnæði. Það hefur verið mjög mikið að gera hér hjá okkur enda er hjólamenning Íslendinga alltaf að eflast og aukast og sífellt fleiri að eignast reið- og rafmagnshjól til að nota sem samgöngumáta," segir Jón Óli Ólafsson eigandi Berlinar í tilkynningu.

Haldin var sérstök opnunarhátíð í dag þar sem gestum og gangandi var boðið að prófa þrekhjól frá áttunda áratugnum.

María Sif Jónsdóttir prófaði hjólið og Rakel Ýr Jónsdóttir tók tímann.Bent Marinósson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×