Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 22:32 Haukar gengu án efa súrir af velli í Kópavoginum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10. Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10.
Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira