Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2023 13:13 Fimm hafa verið handteknir vegna eldsvoðanna sem áttu sér stað í morgun og í nótt á Akureyri Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt fékk lögreglan tilkynningu um eld í bifreiðum í Naustahverfi á Akureyri. Í tilkynningu um málið segir að þegar lögreglu bar að garði hafi verið uppi mikill eldur, sem var byrjaður að breiðast út í næstu bíla. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins en þá voru fjórar bifreiðar meira og minna skemmdar af eldi. Fram kemur að lögregla hafi hafið rannsókn á eldsupptökum og strax hafi verið ljóst að ekki væri unnt að útiloka að um íkveikju væri að ræða. Um tíuleytið í morgun barst önnur tilkynning um eld í bifreið í Naustahverfi á Akureyri. Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra benti rannsókn strax til þess að um íkveikju gæti verið að ræða. Eftir því sem rannsókninni vatt fram styrktist sá grunur og hafa nú fimm aðilar verið handteknir, grunaðir um aðild að málinu, segir í tilkynningunni. „Rannsókn málsins heldur áfram en er á frumstigi, eins og gefur að skilja. Við sjáum fram á nokkuð umfangsmikla rannsókn og munum ekki geta veitt frekari upplýsingar um framgang hennar fyrr en eftir helgi,“ segir í tilkynningunni en lögreglan hvetur alla þá sem hafa upplýsingar um málið að setja sig í samband við sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Akureyri Slökkvilið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt fékk lögreglan tilkynningu um eld í bifreiðum í Naustahverfi á Akureyri. Í tilkynningu um málið segir að þegar lögreglu bar að garði hafi verið uppi mikill eldur, sem var byrjaður að breiðast út í næstu bíla. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins en þá voru fjórar bifreiðar meira og minna skemmdar af eldi. Fram kemur að lögregla hafi hafið rannsókn á eldsupptökum og strax hafi verið ljóst að ekki væri unnt að útiloka að um íkveikju væri að ræða. Um tíuleytið í morgun barst önnur tilkynning um eld í bifreið í Naustahverfi á Akureyri. Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra benti rannsókn strax til þess að um íkveikju gæti verið að ræða. Eftir því sem rannsókninni vatt fram styrktist sá grunur og hafa nú fimm aðilar verið handteknir, grunaðir um aðild að málinu, segir í tilkynningunni. „Rannsókn málsins heldur áfram en er á frumstigi, eins og gefur að skilja. Við sjáum fram á nokkuð umfangsmikla rannsókn og munum ekki geta veitt frekari upplýsingar um framgang hennar fyrr en eftir helgi,“ segir í tilkynningunni en lögreglan hvetur alla þá sem hafa upplýsingar um málið að setja sig í samband við sig. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Akureyri Slökkvilið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira