Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hraðbankaúttekt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 06:46 Í svörum Landsbankans kemur fram að ómögulegt sé að birta nákvæma upphæð í hraðbönkum áður en viðskiptavinir séu rukkaðir. Vísir/Getty Þúsund króna úttektargjald er lagt á viðskiptavini bankanna þegar þeir taka út fjárhæðir á kreditkortum sínum. Viðskiptavinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar viðskiptavinur Landsbankans sig á því. Landsbankinn segir að ómögulegt að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum þar sem gjaldskrár banka séu misjafnar. Engin viðvörun er heldur gefin í hraðbönkum Íslandsbanka og Arion banka. „Ha? Bara ha??? Krakkar! Ég fór í hraðbanka. Hjá MÍNUM viðskiptabanka. Ha? Bara í alvörunni?“ spyr Hrafndís Bára Einarsdóttir, hótelstjóri á Austurlandi, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar birtir hún mynd af rukkun Landsbankans sem nemur þúsund krónum. Í samtali við Vísi segist Hrafndís hafa fengið þær skýringar að gjaldið sé tekið þar sem hún hafi verið að taka út pening af kreditkorti. Það hafi hún ekki haft hugmynd um. „Það breytir því ekki að hvergi í ferlinu er mér sagt að það verði tekin þessi gjöld. Mér finnst aðalfréttin kannski sú að fólk sé ekki upplýst um gjaldtökuna. Fyrir utan það að þúsund kall er frekar brútal upphæð, sérstaklega þar sem þú ert ekki upplýstur um neitt.“ Hrafndís segir að til allrar hamingju hafi hún tekið út nægilega háa upphæð. Hefði hún til að mynda einungis tekið út þúsund krónur eða álíka upphæð hefði það farið enn meira í taugarnar á henni að hafa ekki verið látin vita af gjaldtökunni fyrirfram. Hyggjast innleiða ábendingar í hraðbanka Vísir sendi Landsbankanum, auk Íslandsbanka og Arion banka fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Landbankans segir að ómögulegt sé að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum, þar sem gjaldskrár banka, á Íslandi og annars staðar, séu misjafnar og bankar rukki fyrir þessa þjónustu. „Við erum að vinna í því að koma á framfæri í hraðbönkum ábendingu til þeirra sem eru að taka út peninga af kreditkortum í hraðbönkum Landsbankans, að það kunni að vera að bankinn þeirra taki gjald fyrir þjónustuna. Við vonum að þetta birtist þeim sem nota hraðbankana okkar fljótlega. Gjald Landsbankans er birt í verðskrá bankans, undir kostnaði sem tengist kreditkortum.“ Tekið er fram í skilmálum kreditkorta bankanna að rukkað sé vegna útttöku í hraðbanka.Vísir Bent er á að þeir sem taki reiðufé út úr hraðbönkum með kreditkorti séu að taka lán, sme þeir borgi til baka þegar þeir greiða næsta kreditkortareikning. Engin færslugjöld séu kreditkortum, sem skipti í þessu samhengi ekki máli. „Gjaldið sem birtist á kortayfirliti vegna slíkrar þjónustu er vegna kostnaðar við lánið og er tilgreint í gjaldskrám útgáfubanka kortsins. Það er eins og að ofan segir, mismunandi milli útgáfubanka kreditkortanna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Ef viðskiptavinir Landsbankans taka út eigin peninga af debetkorti í hraðbönkum Landsbankans, borga þeir ekkert gjald fyrir það og heldur ekki ef þeir taka út eigin peninga hjá gjaldkerum bankans.“ Gefa ekki heldur viðvaranir Í svörum Íslandsbanka til Vísis kemur fram að engin viðvörun sé gefin upp í hraðbönkum en það sé tekið fram í skilmálum með kreditkortum bankans. „Í verðskrá bankans kemur fram að viðskiptavinur greiðir 2,2,% af fjárhæð auk 135 kr úttektargjalds vegna úttektar með kreditkortum. Kreditkortin er eitt form af lánsviðskiptum og kostnaðurinn vegur því á móti vaxtakostnaði ásamt öðrum þáttum. Ef viðskiptavinur notar debetkortið í hraðbanka þá bætist enginn kostnaður við og því hvetjum við alla viðskiptavini að nota frekar debetkortið sitt.“ Þá kemur slíkt hið sama fram í svörum Arion banka. Almennt sé það svo að sé kreditkort frá Arion notað til úttektar í hraðbanka frá Arion banka sé gjaldtaka samkvæmt skilmálum kortsins og gjaldskrá bankans. „Gjaldtakan er ekki tilgreind sérstaklega þegar úttekt á sér stað. Rétt er að hafa í huga að úttekt úr hraðbanka með kreditkorti er í raun lántaka fram að gjalddaga kortareikningsins og tekur Arion banki gjald fyrir það sem nemur 2,2% + 130 krónum. Þannig myndi gjaldtaka vegna úttektar á 10.000 krónum nema 350 krónum (220+130).“ Engin gjaldtaka sé þegar debetkort frá Arion er notað til útttektar í hraðbanka Arion. Sé hins vegar kredit-eða debetkort frá öðrum bönkum en Arion notuð til úttektar í hraðbönkum Arion sé greitt fyrir það gjald sem nemur 1,1 prósent en að lágmarki 295 krónum. Þessi gjaldtaka er í báðum tilvikum tekin fram með skýrum hætti áður en úttekt á sér stað að sögn bankans. Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Ha? Bara ha??? Krakkar! Ég fór í hraðbanka. Hjá MÍNUM viðskiptabanka. Ha? Bara í alvörunni?“ spyr Hrafndís Bára Einarsdóttir, hótelstjóri á Austurlandi, í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar birtir hún mynd af rukkun Landsbankans sem nemur þúsund krónum. Í samtali við Vísi segist Hrafndís hafa fengið þær skýringar að gjaldið sé tekið þar sem hún hafi verið að taka út pening af kreditkorti. Það hafi hún ekki haft hugmynd um. „Það breytir því ekki að hvergi í ferlinu er mér sagt að það verði tekin þessi gjöld. Mér finnst aðalfréttin kannski sú að fólk sé ekki upplýst um gjaldtökuna. Fyrir utan það að þúsund kall er frekar brútal upphæð, sérstaklega þar sem þú ert ekki upplýstur um neitt.“ Hrafndís segir að til allrar hamingju hafi hún tekið út nægilega háa upphæð. Hefði hún til að mynda einungis tekið út þúsund krónur eða álíka upphæð hefði það farið enn meira í taugarnar á henni að hafa ekki verið látin vita af gjaldtökunni fyrirfram. Hyggjast innleiða ábendingar í hraðbanka Vísir sendi Landsbankanum, auk Íslandsbanka og Arion banka fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Landbankans segir að ómögulegt sé að birta nákvæman kostnað við úttektir með kreditkortum, þar sem gjaldskrár banka, á Íslandi og annars staðar, séu misjafnar og bankar rukki fyrir þessa þjónustu. „Við erum að vinna í því að koma á framfæri í hraðbönkum ábendingu til þeirra sem eru að taka út peninga af kreditkortum í hraðbönkum Landsbankans, að það kunni að vera að bankinn þeirra taki gjald fyrir þjónustuna. Við vonum að þetta birtist þeim sem nota hraðbankana okkar fljótlega. Gjald Landsbankans er birt í verðskrá bankans, undir kostnaði sem tengist kreditkortum.“ Tekið er fram í skilmálum kreditkorta bankanna að rukkað sé vegna útttöku í hraðbanka.Vísir Bent er á að þeir sem taki reiðufé út úr hraðbönkum með kreditkorti séu að taka lán, sme þeir borgi til baka þegar þeir greiða næsta kreditkortareikning. Engin færslugjöld séu kreditkortum, sem skipti í þessu samhengi ekki máli. „Gjaldið sem birtist á kortayfirliti vegna slíkrar þjónustu er vegna kostnaðar við lánið og er tilgreint í gjaldskrám útgáfubanka kortsins. Það er eins og að ofan segir, mismunandi milli útgáfubanka kreditkortanna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Ef viðskiptavinir Landsbankans taka út eigin peninga af debetkorti í hraðbönkum Landsbankans, borga þeir ekkert gjald fyrir það og heldur ekki ef þeir taka út eigin peninga hjá gjaldkerum bankans.“ Gefa ekki heldur viðvaranir Í svörum Íslandsbanka til Vísis kemur fram að engin viðvörun sé gefin upp í hraðbönkum en það sé tekið fram í skilmálum með kreditkortum bankans. „Í verðskrá bankans kemur fram að viðskiptavinur greiðir 2,2,% af fjárhæð auk 135 kr úttektargjalds vegna úttektar með kreditkortum. Kreditkortin er eitt form af lánsviðskiptum og kostnaðurinn vegur því á móti vaxtakostnaði ásamt öðrum þáttum. Ef viðskiptavinur notar debetkortið í hraðbanka þá bætist enginn kostnaður við og því hvetjum við alla viðskiptavini að nota frekar debetkortið sitt.“ Þá kemur slíkt hið sama fram í svörum Arion banka. Almennt sé það svo að sé kreditkort frá Arion notað til úttektar í hraðbanka frá Arion banka sé gjaldtaka samkvæmt skilmálum kortsins og gjaldskrá bankans. „Gjaldtakan er ekki tilgreind sérstaklega þegar úttekt á sér stað. Rétt er að hafa í huga að úttekt úr hraðbanka með kreditkorti er í raun lántaka fram að gjalddaga kortareikningsins og tekur Arion banki gjald fyrir það sem nemur 2,2% + 130 krónum. Þannig myndi gjaldtaka vegna úttektar á 10.000 krónum nema 350 krónum (220+130).“ Engin gjaldtaka sé þegar debetkort frá Arion er notað til útttektar í hraðbanka Arion. Sé hins vegar kredit-eða debetkort frá öðrum bönkum en Arion notuð til úttektar í hraðbönkum Arion sé greitt fyrir það gjald sem nemur 1,1 prósent en að lágmarki 295 krónum. Þessi gjaldtaka er í báðum tilvikum tekin fram með skýrum hætti áður en úttekt á sér stað að sögn bankans.
Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira