25 starfsmönnum Grid var sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2023 13:44 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. Aukin áhersla verði lögð á tekjusköpun. Grid Tuttugu og fimm starfsmönnum upplýsingatæknifyrirtækisins Grid var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar. Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar.
Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26