Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 12:13 Klasasprengjur má finna víða um heim og þær geta valdið mannskaða mörgum áratugum eftir að þau eru notuð í átökum. AP/Mohammed Zaatari Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Hernaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum.
Hernaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira