Fótbolti

Vilda segir brottreksturinn ósanngjarnan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jorge Vilda var rekinn sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins í gær.
Jorge Vilda var rekinn sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins í gær. Amy Halpin/DeFodi Images via Getty Images

Jorge Vilda, fyrrverandi þjálfari spænska kvennalandsliðsins, segir það ósanngjarnt að hann hafi verið rekinn frá störfum aðeins nokkrum vikum eftir að hann gerði liðið að heimsmeisturum.

Spænska knattspyrnusambandið lét Vilda taka poka sinn í gær, þriðjudag. Montse Tome tekur við liðinu, en hún var áður aðstoðarþjálfari spænska landsliðsins.

Vilda var rekinn í kjölfar hneykslismála Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandis, eftir úrslitaleik HM. Sem kunnugt er kleip Rubiales í klofið á sér eftir úrslitaleikinn og kyssti svo Jennifer Hermoso á munninn. Vilda vildi ekki vera minni maður og kleip í brjóst samstarfskonu sinnar þegar þau fögnuðu sigurmarkinu í úrslitaleik HM gegn Englandi.

Vilda var svo gagnrýndur enn frekar eftir neyðarfund spænska knattspyrnusambandsins þar sem hann sást klappa fyrir ræðu Rubiales sem neitaði að hætta og lofaði Vilda nýjum ofursamningi.

Vilda var svo að lokum rekinn í gær, en segir í samtali við spænska miðilinn Cadena SER að brottreksturinn hafi verið ósanngjarn.

„Ef við horfum bara á íþróttahliðina þá skal ég taka allri þeirri gagnrýni sem beinist að mér. En þegar þetta er orðið svona persónulegt finnst mér það ósanngjarnt,“ sagði Vilda.

„Þetta er búið að vera sérstakt ár. Ekkert hefur verið sagt beint við mig, en hlutir sem eiga ekki við mig hafa verið sagðir óbeint. Margt af því sem hefur verið sagt er ósatt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×