„Þetta er óafsakanlegt“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 22:24 Guðmundur Ingi er ekki sáttur með aðferðir lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira