Innlent

Sækja veiðarfæri og stefna á miðin á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem hefur kært aðgerðarsinnana tvo fyrir húsbrot.
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem hefur kært aðgerðarsinnana tvo fyrir húsbrot. Vísir/Egill

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, segir hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 á leið í Hvalfjörðinn. Þangað verða veiðarfæri sótt og í framhaldinu lagt á miðin á morgun.

Þetta segir Kristján í samtali við Vísi. Tveir aðgerðarsinnar, sem höfðu haldið til í tunnum uppi í möstrum Hvals 8 og Hvals 9 í hálfan annan sólarhring, komu niður með aðstoð lögreglu síðdegis í dag. Konurnar tvær voru færðar á lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Í framhaldinu sigldu Hvalur 8 og Hvalur 9 úr Reykjavíkurhöfn, dregin af dráttarbátum, og áleiðis í Hvalfjörð. Kristján sagði í samtali við Vísi í morgun að ástæður þess að veiðar væru ekki þegar hafnar væru einfaldlega þær að veður hefði verið vont.

„Það er eitthvað að lagast,“ segir Kristján um veðurspána fyrir morgundaginn.


Tengdar fréttir

Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott.

Ó­lík­legt að Kristján nái að veiða allan kvótann úr þessu

Líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun telur ólíklegt að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði muni hafa áhrif. Hann segir langreyðar ekki í útrýmingarhættu á norðurhveli jarðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×