Segir stjórnendur og stjórnir enn of einsleitan hóp og svigrúm til nýliðunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. september 2023 07:00 Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur og einn eigenda Strategíu telur stjórnendur og stjórnir enn of einsleitan hóp, svigrúm sé til nýliðunar enda sitji hennar kynslóð enn í brúnni eins og var fyrir bankahrun. Hetjusögur verða sagðar á Strategíudeginum í dag. Vísir/Vilhelm „Að mínu mati eru stjórnendur og stjórnir á Íslandi enn of einsleitur hópur, við þurfum fleira ungt fólk og almennt meiri breidd,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur og einn eigenda Strategíu. Mín kynslóð, sem tók mjög ung við, sér í lagi í fjármálageiranum seint á síðustu öld, er enn við stjórnvölinn. Og reglubundin nýliðun er nauðsynleg og ég tel svigrúm fyrir fleira yngra fólk og fólk með fjölbreyttari menntun og reynslu miðað við það sem nú er. Strategíudagurinn er haldinn í dag en þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift dagsins að þessu sinni eru Hetjusögur úr atvinnulífinu. Helga Hlín var nýverið kosin í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið brautagengi til stjórnarsetu hjá tilnefningarnefnd, en eins og vart þarf að skýra út, vakti Íslandsbankamálið miklu fjaðrafoki í sumar. Er í alvöru innistæða fyrir þessari yfirskrift – Hetjusögur úr atvinnulífinu - hjá íslensku atvinnulífi? „Já sjálfsagt skortir innistæðu fyrir slíkri yfirskrift sums staðar og það eru alltaf tækifæri til að gera betur. En við fengum nokkra stjórnendur sem við vitum að hafa sýnt hetjulega tilburði við að bregðast við innri og ytri áskorunum og hugrekki og þol til að innleiða breytingar í stefnu, skipulagi eða stjórnarháttum. Það eru þessar árangurssögur sem við fáum að heyra um í dag og svo sannarlega má kalla þær hetjusögur,“ segir Helga Hlín. Í tilefni Strategíudagsins fjallar Atvinnulífið um hetjusögur úr Atvinnulífinu í dag og á morgun. Ekki nóg að eiga líkamsræktarkort Helga Hlín segir dagskrá Strategíudagsins byggja á S-unum þremur: Stefnumótun, skipulag og stjórnarhættir. Hetjusögur verða sagðar undir hverjum lið. „Umhverfið í dag krefst miklu meira af stjórnendum en áður, ekki síst hafa kröfur um gegnsæi og aðhald breyst, til dæmis með tilkomu samfélagsmiðla. En ytri áskoranir eru líka margar. Ég nefni sem dæmi áhrifin af Covid eða hækkandi verðbólgu og vaxtastig. Í sumum tilvikum eru stjórnendur að glíma við fjárhagsvanda á meðan aðrir verða fyrir áhrifum af pólitísku umhverfi, fyrirtækjamenninu og stafrænni þróun sem láta ekkert fyrirtæki ósnert, og á sama tíma hafa kröfur um stjórnarhætti gjörbreyst og svo mætti lengi telja.“ Helga Hlín segir kröfur nútímans líka taka mið af ýmsum mistökum sem áður hafa verið gerð. Þar skipti máli að stjórnendur sýni auðmýkt. Þar sem rými er til úrbóta eða þar sem gerð hafa verið mistök, er rétta leiðin að sýna auðmýkt og sýna í verki að við höfum lært af þeim mistökum. Þol almennings og samfélagsins í heild sinni hefur líka breyst hvað þetta varðar og minna þol fyrir því að mistök séu gerð án þess að afleiðingar verði einhverjar.“ Sögustjóri á Strategíudeginum er Jón Björnsson, forstjóri Origo en hetjusögurnar segja forsvarsaðilar frá Ístaki, Umhverfisstofnun, Fríhöfninni, Samkaup, Akureyrarbæ, Rue de Net og Reykjavíkurborg. Dagskráin hefst klukkan níu og stendur fram að hádegi. Aðspurð um hvað skorti helst til að ná góðum árangri og hetjusögum, nefnir Helga Hlín sem dæmi að þegar kemur að breytingastjórnun og úrbótum, sýni rannsóknir að um 70% fyrirtækja ná ekki að innleiða stefnu í kjölfar stefnumótunarvinnu. „Í Strategíu þekkjum við það hins vegar úr okkar starfi að þessi 30% sem ná árangri er hópurinn sem tekur ákvörðun um tiltekna stefnu og þær breytingar sem henni fylgja, og fylgir þeim síðan skipulega eftir og af miklum aga,“ segir Helga Hlín og bætir við: Mér finnst oft gaman að líkja þessu við þjálfun íþróttafólks. Því það er aldrei nóg að setja sér háleit markmið um tiltekinn árangur í keppni. Ef þú fylgir ekki eftir skipulegu plani og mælir árangurinn reglulega og aðlagar þjálfunina til samræmis, þá mun tilætlaður árangur ekki skila sér. Að ná árangri í breytingastjórnun snýst að mörgu leyti um sömu kröfur enda veit ég ekki dæmi þess að líkamsræktarkort eitt og sér hafi komið einhverjum í keppnisform.“ Stjórnun Vinnumarkaður Fjármálamarkaðir Vinnustaðamenning Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Mín kynslóð, sem tók mjög ung við, sér í lagi í fjármálageiranum seint á síðustu öld, er enn við stjórnvölinn. Og reglubundin nýliðun er nauðsynleg og ég tel svigrúm fyrir fleira yngra fólk og fólk með fjölbreyttari menntun og reynslu miðað við það sem nú er. Strategíudagurinn er haldinn í dag en þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift dagsins að þessu sinni eru Hetjusögur úr atvinnulífinu. Helga Hlín var nýverið kosin í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið brautagengi til stjórnarsetu hjá tilnefningarnefnd, en eins og vart þarf að skýra út, vakti Íslandsbankamálið miklu fjaðrafoki í sumar. Er í alvöru innistæða fyrir þessari yfirskrift – Hetjusögur úr atvinnulífinu - hjá íslensku atvinnulífi? „Já sjálfsagt skortir innistæðu fyrir slíkri yfirskrift sums staðar og það eru alltaf tækifæri til að gera betur. En við fengum nokkra stjórnendur sem við vitum að hafa sýnt hetjulega tilburði við að bregðast við innri og ytri áskorunum og hugrekki og þol til að innleiða breytingar í stefnu, skipulagi eða stjórnarháttum. Það eru þessar árangurssögur sem við fáum að heyra um í dag og svo sannarlega má kalla þær hetjusögur,“ segir Helga Hlín. Í tilefni Strategíudagsins fjallar Atvinnulífið um hetjusögur úr Atvinnulífinu í dag og á morgun. Ekki nóg að eiga líkamsræktarkort Helga Hlín segir dagskrá Strategíudagsins byggja á S-unum þremur: Stefnumótun, skipulag og stjórnarhættir. Hetjusögur verða sagðar undir hverjum lið. „Umhverfið í dag krefst miklu meira af stjórnendum en áður, ekki síst hafa kröfur um gegnsæi og aðhald breyst, til dæmis með tilkomu samfélagsmiðla. En ytri áskoranir eru líka margar. Ég nefni sem dæmi áhrifin af Covid eða hækkandi verðbólgu og vaxtastig. Í sumum tilvikum eru stjórnendur að glíma við fjárhagsvanda á meðan aðrir verða fyrir áhrifum af pólitísku umhverfi, fyrirtækjamenninu og stafrænni þróun sem láta ekkert fyrirtæki ósnert, og á sama tíma hafa kröfur um stjórnarhætti gjörbreyst og svo mætti lengi telja.“ Helga Hlín segir kröfur nútímans líka taka mið af ýmsum mistökum sem áður hafa verið gerð. Þar skipti máli að stjórnendur sýni auðmýkt. Þar sem rými er til úrbóta eða þar sem gerð hafa verið mistök, er rétta leiðin að sýna auðmýkt og sýna í verki að við höfum lært af þeim mistökum. Þol almennings og samfélagsins í heild sinni hefur líka breyst hvað þetta varðar og minna þol fyrir því að mistök séu gerð án þess að afleiðingar verði einhverjar.“ Sögustjóri á Strategíudeginum er Jón Björnsson, forstjóri Origo en hetjusögurnar segja forsvarsaðilar frá Ístaki, Umhverfisstofnun, Fríhöfninni, Samkaup, Akureyrarbæ, Rue de Net og Reykjavíkurborg. Dagskráin hefst klukkan níu og stendur fram að hádegi. Aðspurð um hvað skorti helst til að ná góðum árangri og hetjusögum, nefnir Helga Hlín sem dæmi að þegar kemur að breytingastjórnun og úrbótum, sýni rannsóknir að um 70% fyrirtækja ná ekki að innleiða stefnu í kjölfar stefnumótunarvinnu. „Í Strategíu þekkjum við það hins vegar úr okkar starfi að þessi 30% sem ná árangri er hópurinn sem tekur ákvörðun um tiltekna stefnu og þær breytingar sem henni fylgja, og fylgir þeim síðan skipulega eftir og af miklum aga,“ segir Helga Hlín og bætir við: Mér finnst oft gaman að líkja þessu við þjálfun íþróttafólks. Því það er aldrei nóg að setja sér háleit markmið um tiltekinn árangur í keppni. Ef þú fylgir ekki eftir skipulegu plani og mælir árangurinn reglulega og aðlagar þjálfunina til samræmis, þá mun tilætlaður árangur ekki skila sér. Að ná árangri í breytingastjórnun snýst að mörgu leyti um sömu kröfur enda veit ég ekki dæmi þess að líkamsræktarkort eitt og sér hafi komið einhverjum í keppnisform.“
Stjórnun Vinnumarkaður Fjármálamarkaðir Vinnustaðamenning Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00
„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00
„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01